Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka. Panama-skjölin Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka.
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira