Örlögin á toppi og botni ráðast í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 06:00 FH-ingar fagna sigrinum á Haukum í síðustu umferð. Fréttablaðið/Ernir Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira