Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 10:18 Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent