Túristi gekk örna sinna fyrir utan heimili Þorkels: „SO?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 20:20 Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát. Þorkell Daníel Eiríksson Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira