Túristi gekk örna sinna fyrir utan heimili Þorkels: „SO?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 20:20 Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát. Þorkell Daníel Eiríksson Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira