Segist ekki hafa óskað eftir gögnum um Trump í pólitískum tilgangi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 23:30 Susan Rice, ásamt eftirmanni sínum í starfi Michael Flynn. Þau eru nú bæði fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar. Vísir/Getty Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“ Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“
Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31
Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42
Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11