Bandarísk yfirvöld skipta um skoðun á Assad: Trump íhugar hernaðaríhlutun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 22:45 Ljóst er að raunveruleikinn virðist hafa áhrif á skoðanir og stefnu Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist nú hafa skipt um skoðun á hlutverki Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og framtíð hans sem leiðtogi ríkisins og íhugar nú hernaðaríhlutun. Er þetta í kjölfar myndskeiða af dauðsfalli almennra borgara eftir efnavopnaárás í landinu og hafa þau vakið mikinn óhug hjá forsetanum. Þá hefur utanríkisráðherrann, Rex Tillerson, einnig tjáð sig um ástandið í landinu og umrædda efnavopnaárás og segir hann að Assad eigi ekki að eiga neitt hlutverk við stjórn Sýrlands í framtíðinni. Á blaðamannafundi með blaðamönnum um borð í flugvél sinni, sagði forsetinn að myndskeiðin sem hann hefði séð frá efnavopnaárásinni hefðu verið hræðileg og ljóst að stjórnarherinn bæri ábyrgð:„Mér finnst það sem Assad gerði vera hræðilegt. Mér finnst það sem gerðist í Sýrlandi vera afskaplega skelfilegur glæpur. Þetta hefði ekki átt að gerast og það hefði ekki átt að leyfa þessu að gerast.“ Forsetinn hefur oft sagt að hann skilji ekki af hverju menn vilji að Assad láti af völdum í Sýrlandi. Það sé mikilvægara að berjast við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams og fá Assad með sér í lið. Ljóst er að forsetanum hefur snúist hugur, þrátt fyrir að hann hafi ekki viðurkennt það með beinum hætti: „Það sem gerðist í Sýrlandi er mannkyninu til skammar. Hann situr þarna og ég býst við því að hann sé að stjórna þessum hlutum, svo að eitthvað ætti að gerast.“ Forsetinn mun funda með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, síðar í kvöld, þar sem þeir munu fara yfir málin og hvernig Bandaríkin geta brugðist við. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist nú hafa skipt um skoðun á hlutverki Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og framtíð hans sem leiðtogi ríkisins og íhugar nú hernaðaríhlutun. Er þetta í kjölfar myndskeiða af dauðsfalli almennra borgara eftir efnavopnaárás í landinu og hafa þau vakið mikinn óhug hjá forsetanum. Þá hefur utanríkisráðherrann, Rex Tillerson, einnig tjáð sig um ástandið í landinu og umrædda efnavopnaárás og segir hann að Assad eigi ekki að eiga neitt hlutverk við stjórn Sýrlands í framtíðinni. Á blaðamannafundi með blaðamönnum um borð í flugvél sinni, sagði forsetinn að myndskeiðin sem hann hefði séð frá efnavopnaárásinni hefðu verið hræðileg og ljóst að stjórnarherinn bæri ábyrgð:„Mér finnst það sem Assad gerði vera hræðilegt. Mér finnst það sem gerðist í Sýrlandi vera afskaplega skelfilegur glæpur. Þetta hefði ekki átt að gerast og það hefði ekki átt að leyfa þessu að gerast.“ Forsetinn hefur oft sagt að hann skilji ekki af hverju menn vilji að Assad láti af völdum í Sýrlandi. Það sé mikilvægara að berjast við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams og fá Assad með sér í lið. Ljóst er að forsetanum hefur snúist hugur, þrátt fyrir að hann hafi ekki viðurkennt það með beinum hætti: „Það sem gerðist í Sýrlandi er mannkyninu til skammar. Hann situr þarna og ég býst við því að hann sé að stjórna þessum hlutum, svo að eitthvað ætti að gerast.“ Forsetinn mun funda með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, síðar í kvöld, þar sem þeir munu fara yfir málin og hvernig Bandaríkin geta brugðist við.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila