Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 13:10 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens. Vísir/EPA Þetta vitum við um árásina:Vörubíl var ekið á fólk á verslunargötunni Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 14 í dag.Vörubílnum var um 500 metra leið og hafnaði svo í verslun Åhlens City.Lögregla telur að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Staðfest er að fjórir eru látnir og níu slasaðir.Óstaðfestar heimildir herma að einn hafi verið handtekinn.Lögregla hvetur fólk að halda sig innandyra og fjarri miðborg Stokkhólms.Búið er að girða af stórt svæði í Norrmalm, nýju miðborg Stokkhólms, þinghúsið, kosningshöllina og forsætisráðuneytið.Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms hefur verið lokað.„Búið er að ráðast á Svíþjóð. Allt bendir til að um hryðjuverkaárás sé að ræða.“ segir forsætisráðherrann Stefan Löfven.Lögregla hefur birt mynd af manni sem hún vill ræða við í tengslum við málið.Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbænumGreiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18.15.Vísir/EPAAð minnsta kosti þrír eru látnir og átta slasaðist eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Staðfest hefur verið að fjórir hið minnsta séu látnir og fimmtán slasaðir. Einn hefur verið handtekinn, að því er greint er frá í Aftonbladet. Á fréttamannafundi ríkislögreglustjóra og öryggislögreglunnar var birt mynd af manni sem lögregla vill ræða við í tengslum við málið. „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan í dag.Lögregla vill hafa uppi á manninum á myndinni.Sænska lögreglanVörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann. Sjónarvottar segja að vörubílnum hafi verið ekið frá Odenplan, um 500 metra leið niður Drottninggatan þar til hann hafnaði inni í verslun Åhlens, í ilmvatndeildinni.Að neðan má sjá fólk að flýja af vettvangi.VIDEO: People running after truck reportedly drives into crowd on Stockholm street https://t.co/fQZpiKm7Yr pic.twitter.com/kZgbO2kjhP— RT (@RT_com) April 7, 2017 Lögregla í Stokkhólmi segir í samtali við SVT að talið sé að um hryðjuverk sé að ræða. Hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og halda sig fjarri miðborg sænsku höfuðborgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fólk grátandi á vettvangi og að mörg hundruð manns hafi flúið af vettvangi. Lögregla hefur girt af stórt svæði í kringum Åhlens.Polisen uppmanar människor att stanna hemma och undvika city. Sprid detta till de ni känner. #stockholm— Polisen Stockholm (@polisen_sthlm) April 7, 2017 Búið er að girða af stórt svæði í miðborg Stokkhólms.Vísir/EPAAllt bendir til hryðjuverkaárásar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræddi við fjölmiðla skömmu fyrir klukkan 14 í dag og sagði að búið væri að ráðast á Svíþjóð og að allt bendi til að um „hryðjuverkaárás“ væri að ræða. Löfven staðfesti að tveir hið minnsta væru látnir og hvatti almenning til að fylgjast vel með þeim upplýsingum og leiðbeiningum sem berast frá lögreglu. Löfven sagði hugur sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. Hann hefur aflýst ferð sinni til Gautaborgar og er nú á leið aftur til Stokkhólms, eftir að hafa verið staddur í bænum Skene vegna rútuslyssins fyrr í vikunni þar sem þrír grunnskólanemendur létu lífið.Vörubílnum rænt fyrr í dag Fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi. Í frétt SVT kemur jafnframt fram að upplýsingar hafi borist um að það hafi heyrst skothljóð á horni Kungsgatan og Drottninggatan. Dagens Nyheter segir að fréttir hafi borist um skothljóð við neðanjarðarlestarstöð við Fridhemsplan á Kungsholmen, nokkuð vestur af Drottninggatan. Óljóst er hvort að málin tengjast. Fjölmargir læknar í borgaralegum klæðnaði hafa mætt að Drottninggatan til að hlúa að slösuðum. Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólmsborgar hefur verið lokað. Þingmönnum hefur verið meinað að yfirgefa þinghúsið. Lögregla hefur girt af þinghúsið, konungshöllina og skrifstofu forsætisráðherrans. Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545 9900. Búið er að opna síðu á Facebook þar sem fólk í Stokkhólmi getur staðfest að það sé óhult.Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545-9900.— MFA Iceland (@MFAIceland) April 7, 2017 Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms í dag. Viðbúnaðarstig verður ekki hækkað að svo stöddu.Vísir/EPAHér má fylgjast með útsendingu Aftonbladet af vettvangi.A large truck has driven into people on street in central Stockholm, according to Swedish newspaper Aftonbladet: https://t.co/oACBdKarJB pic.twitter.com/T2LAg0E4ob— Peter Yeung (@ptr_yeung) April 7, 2017 Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Þetta vitum við um árásina:Vörubíl var ekið á fólk á verslunargötunni Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 14 í dag.Vörubílnum var um 500 metra leið og hafnaði svo í verslun Åhlens City.Lögregla telur að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Staðfest er að fjórir eru látnir og níu slasaðir.Óstaðfestar heimildir herma að einn hafi verið handtekinn.Lögregla hvetur fólk að halda sig innandyra og fjarri miðborg Stokkhólms.Búið er að girða af stórt svæði í Norrmalm, nýju miðborg Stokkhólms, þinghúsið, kosningshöllina og forsætisráðuneytið.Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms hefur verið lokað.„Búið er að ráðast á Svíþjóð. Allt bendir til að um hryðjuverkaárás sé að ræða.“ segir forsætisráðherrann Stefan Löfven.Lögregla hefur birt mynd af manni sem hún vill ræða við í tengslum við málið.Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbænumGreiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18.15.Vísir/EPAAð minnsta kosti þrír eru látnir og átta slasaðist eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Staðfest hefur verið að fjórir hið minnsta séu látnir og fimmtán slasaðir. Einn hefur verið handtekinn, að því er greint er frá í Aftonbladet. Á fréttamannafundi ríkislögreglustjóra og öryggislögreglunnar var birt mynd af manni sem lögregla vill ræða við í tengslum við málið. „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan í dag.Lögregla vill hafa uppi á manninum á myndinni.Sænska lögreglanVörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann. Sjónarvottar segja að vörubílnum hafi verið ekið frá Odenplan, um 500 metra leið niður Drottninggatan þar til hann hafnaði inni í verslun Åhlens, í ilmvatndeildinni.Að neðan má sjá fólk að flýja af vettvangi.VIDEO: People running after truck reportedly drives into crowd on Stockholm street https://t.co/fQZpiKm7Yr pic.twitter.com/kZgbO2kjhP— RT (@RT_com) April 7, 2017 Lögregla í Stokkhólmi segir í samtali við SVT að talið sé að um hryðjuverk sé að ræða. Hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og halda sig fjarri miðborg sænsku höfuðborgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fólk grátandi á vettvangi og að mörg hundruð manns hafi flúið af vettvangi. Lögregla hefur girt af stórt svæði í kringum Åhlens.Polisen uppmanar människor att stanna hemma och undvika city. Sprid detta till de ni känner. #stockholm— Polisen Stockholm (@polisen_sthlm) April 7, 2017 Búið er að girða af stórt svæði í miðborg Stokkhólms.Vísir/EPAAllt bendir til hryðjuverkaárásar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræddi við fjölmiðla skömmu fyrir klukkan 14 í dag og sagði að búið væri að ráðast á Svíþjóð og að allt bendi til að um „hryðjuverkaárás“ væri að ræða. Löfven staðfesti að tveir hið minnsta væru látnir og hvatti almenning til að fylgjast vel með þeim upplýsingum og leiðbeiningum sem berast frá lögreglu. Löfven sagði hugur sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. Hann hefur aflýst ferð sinni til Gautaborgar og er nú á leið aftur til Stokkhólms, eftir að hafa verið staddur í bænum Skene vegna rútuslyssins fyrr í vikunni þar sem þrír grunnskólanemendur létu lífið.Vörubílnum rænt fyrr í dag Fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi. Í frétt SVT kemur jafnframt fram að upplýsingar hafi borist um að það hafi heyrst skothljóð á horni Kungsgatan og Drottninggatan. Dagens Nyheter segir að fréttir hafi borist um skothljóð við neðanjarðarlestarstöð við Fridhemsplan á Kungsholmen, nokkuð vestur af Drottninggatan. Óljóst er hvort að málin tengjast. Fjölmargir læknar í borgaralegum klæðnaði hafa mætt að Drottninggatan til að hlúa að slösuðum. Neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólmsborgar hefur verið lokað. Þingmönnum hefur verið meinað að yfirgefa þinghúsið. Lögregla hefur girt af þinghúsið, konungshöllina og skrifstofu forsætisráðherrans. Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545 9900. Búið er að opna síðu á Facebook þar sem fólk í Stokkhólmi getur staðfest að það sé óhult.Íslendingar í Stokkhólmi eru beðnir um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf bendum við á Borgaraþjónustu okkar í 545-9900.— MFA Iceland (@MFAIceland) April 7, 2017 Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms í dag. Viðbúnaðarstig verður ekki hækkað að svo stöddu.Vísir/EPAHér má fylgjast með útsendingu Aftonbladet af vettvangi.A large truck has driven into people on street in central Stockholm, according to Swedish newspaper Aftonbladet: https://t.co/oACBdKarJB pic.twitter.com/T2LAg0E4ob— Peter Yeung (@ptr_yeung) April 7, 2017
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira