Alvaran er að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Deildarmeistarar FH mæta Gróttu. vísir/eyþór Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira