Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 31. mars 2017 09:05 Veiðin byrjar á morgun. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sett vefsöluna í gang eftir nokkrar tafir sem orsökuðust af því að bæði vefsalan og heimsíðan fengu nýtt útlit. Það er við hæfi að óska SVFR til hamingju með vel lukkaða síðu og söluvef en gamla heimasíðan var fyrir löngu orðin barn síns tíma og þurfti sárlega á yfirhalningu að halda. Söluvefurinn fékk að sama skapi mikla upplyftingu og í stað tímalínu með lausum dögum er hægt að velja veiðidaga í þeirri á sem óskað er eftir og koma þá fram upplýsingar um verð. Almennt hafa félagsmenn SVFR gott orð af þessari breytingu þrátt fyrir að hún hafi bara verið í loftinu nokkra daga. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn sofa væntanlega laust í kvöld og bíða morgunsins með mikilli eftirvæntingu en þá hefst veiðisumarið að nýju þegar sjóbirtingsveiðin hefst en einnig opnar fyrir veiði í nokkrum vötnum. Það stefnir í ágætt veiðiveður á morgun í flestum landshlutum, kaldast verður þó fyrir norðan en skaplegt veður að mestu. Nú getum við hætt að telja niður dagana og við hjá Veiðivísi óskum ykkur ánægjulegra stunda við bakkann á komandi sumri og hvetjum ykkur til að deila með okkur veiðifréttum af ykkar veiðisvæðum. Þið getið sent ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sett vefsöluna í gang eftir nokkrar tafir sem orsökuðust af því að bæði vefsalan og heimsíðan fengu nýtt útlit. Það er við hæfi að óska SVFR til hamingju með vel lukkaða síðu og söluvef en gamla heimasíðan var fyrir löngu orðin barn síns tíma og þurfti sárlega á yfirhalningu að halda. Söluvefurinn fékk að sama skapi mikla upplyftingu og í stað tímalínu með lausum dögum er hægt að velja veiðidaga í þeirri á sem óskað er eftir og koma þá fram upplýsingar um verð. Almennt hafa félagsmenn SVFR gott orð af þessari breytingu þrátt fyrir að hún hafi bara verið í loftinu nokkra daga. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn sofa væntanlega laust í kvöld og bíða morgunsins með mikilli eftirvæntingu en þá hefst veiðisumarið að nýju þegar sjóbirtingsveiðin hefst en einnig opnar fyrir veiði í nokkrum vötnum. Það stefnir í ágætt veiðiveður á morgun í flestum landshlutum, kaldast verður þó fyrir norðan en skaplegt veður að mestu. Nú getum við hætt að telja niður dagana og við hjá Veiðivísi óskum ykkur ánægjulegra stunda við bakkann á komandi sumri og hvetjum ykkur til að deila með okkur veiðifréttum af ykkar veiðisvæðum. Þið getið sent ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði