Beauty and the Beast slær fjölmörg met Ritstjórn skrifar 20. mars 2017 17:00 Emma Watson er líklegast sátt með þessar fregnir. Mynd/Getty Endurgerð kvikmyndarinnar Beauty and the Beast var frumsýnd um helgina víða um heim. Miðað við aðsóknina í myndina er augljóst að fólk hafi beðið með mikilli eftirvæntingu eftir henni þar sem hún hefur slegið fjölda meta. Myndin er sú stærsta sem Emma Watson hefur leikið í á eftir Harry Potter. Kvikmyndin átti stærstu opnunarhelgi allra tíma í Bandaríkjunum og Bretlandi af öllum myndum sem eru ekki bannaðar börnum. Það sem komið er Beauty and the Beast búin að hala inn 170 milljónum dollara í Bandaríkjunum og 350 milljónum dollara um allan heim. Opnunin er því sú stærsta í sínum flokki um allan heim eftir að hafa skriðið fram úr Finding Dory sem var frumsýnd á seinasta ári. Opnunin er sú sjötta stærsta í sögunni af öllum kvikmyndum. Þetta er einnig stærsta opnun á kvikmynd þar sem kona fer ein með stærsta hlutverkið. Mest lesið Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Litríkur stílisti sem gaman er að fylgjast með Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour
Endurgerð kvikmyndarinnar Beauty and the Beast var frumsýnd um helgina víða um heim. Miðað við aðsóknina í myndina er augljóst að fólk hafi beðið með mikilli eftirvæntingu eftir henni þar sem hún hefur slegið fjölda meta. Myndin er sú stærsta sem Emma Watson hefur leikið í á eftir Harry Potter. Kvikmyndin átti stærstu opnunarhelgi allra tíma í Bandaríkjunum og Bretlandi af öllum myndum sem eru ekki bannaðar börnum. Það sem komið er Beauty and the Beast búin að hala inn 170 milljónum dollara í Bandaríkjunum og 350 milljónum dollara um allan heim. Opnunin er því sú stærsta í sínum flokki um allan heim eftir að hafa skriðið fram úr Finding Dory sem var frumsýnd á seinasta ári. Opnunin er sú sjötta stærsta í sögunni af öllum kvikmyndum. Þetta er einnig stærsta opnun á kvikmynd þar sem kona fer ein með stærsta hlutverkið.
Mest lesið Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Litríkur stílisti sem gaman er að fylgjast með Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour