Brjálaðir fótboltapabbar fóru að slást í miðjum leik strákanna sinna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 12:00 Myndin tengist ekki fréttinni en slagsmál koma upp á mörgum stöðum tengdum fóboltanum en sjaldnast þó á leikjum unglingaliða. Það kom þó fyrir á Spáni um síðustu helgi. Vísir/Getty Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira