Lausnin í umferðarteppu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 16:09 Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent