Mercedes Benz sætir rannsóknum vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:55 Höfuðstöðvar Mercedes Benz í Stuttgart. Þeim fjölgar stöðugt bílaframleiðendunum sem ásökuð eru um dísilvélasvindl og nú hefur Mercedes Benz bæst í þann hóp. Þar eru nokkrir starfsmenn sem sæta rannsókn á því að bera ábyrgð á því að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í Mercedes Benz bíla með dísilvélar. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, segir að fyrirtækið sýni fullan samstarfsvilja með rannsóknaraðilum vegna eðlis þessa máls. Daimler segir að allir bílar Mercedes Benz hafi áður staðist rannsóknir samgönguráðuneytis Þýskalands, en dagblaðið Die Zeit hefur engu að síður greint frá því að nokkrar bílgerðir gætu verið með svindlbúnað og hafi einmitt með hjálp hans staðist þessi próf, en búnaðurinn ekki fundist í fyrstu. Ágreiningurinn gæti staðið um það hvort búnaður sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði við ákveðið hitastig til að vernda vélar bílanna standist lög. Mercedes Benz hefur nú þegar innkallað nokkrar bílgerðir sínar til að breyta virkni þessa búnaðar og það hafa fleiri framleiðendur einnig gert, meðal annars Volkswagen, Audi, Porsche og Opel, samtals um 630.000 bíla. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Þeim fjölgar stöðugt bílaframleiðendunum sem ásökuð eru um dísilvélasvindl og nú hefur Mercedes Benz bæst í þann hóp. Þar eru nokkrir starfsmenn sem sæta rannsókn á því að bera ábyrgð á því að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í Mercedes Benz bíla með dísilvélar. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, segir að fyrirtækið sýni fullan samstarfsvilja með rannsóknaraðilum vegna eðlis þessa máls. Daimler segir að allir bílar Mercedes Benz hafi áður staðist rannsóknir samgönguráðuneytis Þýskalands, en dagblaðið Die Zeit hefur engu að síður greint frá því að nokkrar bílgerðir gætu verið með svindlbúnað og hafi einmitt með hjálp hans staðist þessi próf, en búnaðurinn ekki fundist í fyrstu. Ágreiningurinn gæti staðið um það hvort búnaður sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði við ákveðið hitastig til að vernda vélar bílanna standist lög. Mercedes Benz hefur nú þegar innkallað nokkrar bílgerðir sínar til að breyta virkni þessa búnaðar og það hafa fleiri framleiðendur einnig gert, meðal annars Volkswagen, Audi, Porsche og Opel, samtals um 630.000 bíla.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent