Mercedes Benz sætir rannsóknum vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:55 Höfuðstöðvar Mercedes Benz í Stuttgart. Þeim fjölgar stöðugt bílaframleiðendunum sem ásökuð eru um dísilvélasvindl og nú hefur Mercedes Benz bæst í þann hóp. Þar eru nokkrir starfsmenn sem sæta rannsókn á því að bera ábyrgð á því að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í Mercedes Benz bíla með dísilvélar. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, segir að fyrirtækið sýni fullan samstarfsvilja með rannsóknaraðilum vegna eðlis þessa máls. Daimler segir að allir bílar Mercedes Benz hafi áður staðist rannsóknir samgönguráðuneytis Þýskalands, en dagblaðið Die Zeit hefur engu að síður greint frá því að nokkrar bílgerðir gætu verið með svindlbúnað og hafi einmitt með hjálp hans staðist þessi próf, en búnaðurinn ekki fundist í fyrstu. Ágreiningurinn gæti staðið um það hvort búnaður sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði við ákveðið hitastig til að vernda vélar bílanna standist lög. Mercedes Benz hefur nú þegar innkallað nokkrar bílgerðir sínar til að breyta virkni þessa búnaðar og það hafa fleiri framleiðendur einnig gert, meðal annars Volkswagen, Audi, Porsche og Opel, samtals um 630.000 bíla. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Þeim fjölgar stöðugt bílaframleiðendunum sem ásökuð eru um dísilvélasvindl og nú hefur Mercedes Benz bæst í þann hóp. Þar eru nokkrir starfsmenn sem sæta rannsókn á því að bera ábyrgð á því að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í Mercedes Benz bíla með dísilvélar. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, segir að fyrirtækið sýni fullan samstarfsvilja með rannsóknaraðilum vegna eðlis þessa máls. Daimler segir að allir bílar Mercedes Benz hafi áður staðist rannsóknir samgönguráðuneytis Þýskalands, en dagblaðið Die Zeit hefur engu að síður greint frá því að nokkrar bílgerðir gætu verið með svindlbúnað og hafi einmitt með hjálp hans staðist þessi próf, en búnaðurinn ekki fundist í fyrstu. Ágreiningurinn gæti staðið um það hvort búnaður sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði við ákveðið hitastig til að vernda vélar bílanna standist lög. Mercedes Benz hefur nú þegar innkallað nokkrar bílgerðir sínar til að breyta virkni þessa búnaðar og það hafa fleiri framleiðendur einnig gert, meðal annars Volkswagen, Audi, Porsche og Opel, samtals um 630.000 bíla.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent