Fjölgar um einn í Íslendinganýlendunni í Norrköping Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:05 Arnór Sigurðsson. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping er hrifið af Íslendingum og hreinlega safnar þeim þessa daganna. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er nýjasti Íslendingurinn innan raða félagsins en þessi átján ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og verður átján ára 15. maí næstkomandi. Hann spilaði sjö leiki með ÍA í Pepsi-deildinni síðasta sumar en alla eftir að hafa komið inná sem varamaður. Arnór kom á reynslu til Norrköping í vetur og stóð sig það vel að hann fór með í æfingaferðina til Portúgal og spilaði sinn fyrsta leik á móti úkraínska félaginu Shaktar Donetsk. „Það fylgir því góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu. Þetta er frábært félag og ég hlakka til að spila hér. Strákarnir komu strax fram við mig eins og ég væri orðinn einn af þeim,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Norrköpings Tidningar. „Öll okkar reynsla af Arnóri er mjög góð. Hann hefur sýnt það að hann er mikið efni og þá sérstaklega í æfingabúðunum. Í æfingaleiknum á móti IK Frej sýndi hann okkur líka að þar er á ferðinni leikmaður sem lætur til sín taka í framtíðinni,“ sagði Jens Gustafsson í viðtali við heimasíðu IFK Norrköping. Þrír aðrir íslenskir leikmenn spila með liði IFK Norrköping en það eru þeir Jón Guðni Fjóluson,. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted. Fleiri íslenskir leikmenn hafa spilað með IFK Norrköping og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi var allt í öllu þegar félagið vann sænska meistaratitilinn 2015 en hann gaf tíu stoðsendingar það tímabil eða fleiri en allir aðrir leikmenn deildarinnar. Arnór skoraði og lagði upp mark þegar Norrköping liði tryggði sér titilinn.Now its official that Arnor Sigurdsson (1999) has signed a contract with IFK Norrköping. He comes from IA Akranes. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/pc8jw60793— Total Football (@totalfl) March 24, 2017 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping er hrifið af Íslendingum og hreinlega safnar þeim þessa daganna. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er nýjasti Íslendingurinn innan raða félagsins en þessi átján ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og verður átján ára 15. maí næstkomandi. Hann spilaði sjö leiki með ÍA í Pepsi-deildinni síðasta sumar en alla eftir að hafa komið inná sem varamaður. Arnór kom á reynslu til Norrköping í vetur og stóð sig það vel að hann fór með í æfingaferðina til Portúgal og spilaði sinn fyrsta leik á móti úkraínska félaginu Shaktar Donetsk. „Það fylgir því góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu. Þetta er frábært félag og ég hlakka til að spila hér. Strákarnir komu strax fram við mig eins og ég væri orðinn einn af þeim,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Norrköpings Tidningar. „Öll okkar reynsla af Arnóri er mjög góð. Hann hefur sýnt það að hann er mikið efni og þá sérstaklega í æfingabúðunum. Í æfingaleiknum á móti IK Frej sýndi hann okkur líka að þar er á ferðinni leikmaður sem lætur til sín taka í framtíðinni,“ sagði Jens Gustafsson í viðtali við heimasíðu IFK Norrköping. Þrír aðrir íslenskir leikmenn spila með liði IFK Norrköping en það eru þeir Jón Guðni Fjóluson,. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted. Fleiri íslenskir leikmenn hafa spilað með IFK Norrköping og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi var allt í öllu þegar félagið vann sænska meistaratitilinn 2015 en hann gaf tíu stoðsendingar það tímabil eða fleiri en allir aðrir leikmenn deildarinnar. Arnór skoraði og lagði upp mark þegar Norrköping liði tryggði sér titilinn.Now its official that Arnor Sigurdsson (1999) has signed a contract with IFK Norrköping. He comes from IA Akranes. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/pc8jw60793— Total Football (@totalfl) March 24, 2017
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira