Tesla Model Y jepplingur næsti bíll Tesla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 10:09 Svona gæti Tesla Model Y jepplingurinn litið út. Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent