Kínverjar kaupa 5% í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 14:51 Tesla Model S. Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent
Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent