Fjármálaráðherra segir best að lækka gengið með vaxtalækkun Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 19:16 Fjármálaráðherra segir gengismálin erfiðasta viðfangsefnið sem Íslendingar standi frammi fyrir um þessar mundir. Besta leiðin til að vinna gegn mikilli styrkingu krónunnar sé að lækka vexti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að á meðan ekki sé horft á rót vandans sé ekkert í boði nema skítareddingar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina á Alþingi í dag og kallaði eftir aðgerðum að hálfu stjórnvalda. Þróun efnahagsmála hafi verið hagfelld undanfarin ár og gjaldeyrir streymdi inn í landið sem ylli ójafnvægi í hagkerfnu. „Gengi íslensku krónunnar hefur hækað um það bil um 35 prósent gagnvart sterlingspundi og yfir tuttugu prósent gagnvar evru og langleiðina það gagnvart dollar á síðast liðnum tveimur árum. Á sama tíma hafa launahækkanir verið umtalsverðar og vextir eru hér einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Rekstrarumhverfi útflutningsgreina er því gjörbreytt,“ sagði Steingrímur. Enn á ný er krónan að valda Íslendingum erfiðleikum meðal annars vegna mikillar fjölgunar ferðamana sem þyrpast til landsins. Þrýst er á Seðlabanka Íslands að lækka vexti en hann hefur haft þau aðalmarkmið að halda verðbólgunni niður. Fyrir ekki mörgum áratugum lækkuðu stjórnvöld einfaldlega gengið með handafli en það er varla í boði núna. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnti á að verið væri að endurskoða peningamálastefnuna. „Fljótandi króna er tvíeggja sverð. Sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum markaði. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsgreinunum en þrengir að kjörum þeirra sem fá laun sín greidd í krónum,“ sagði fjármálaráðherra. Hins vegar væri erfitt að finna hvar jafnvægisgengið ætti að liggja en áhrif sterkrar krónu kæmu nú meðal annars fram í stöðu HB Granda sem og hjá ýmsum smærri fyrirtækjum. „Áhrifamesta aðgerðin til að lækka gengi krónunnar væri án efa lækkun vaxta Seðlabankans. Með lægri vöxtum innanlands væri hvati fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, til að leita út fyrir landsteinana meiri en áður. Auk þess sem slíkar fjárfestingar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna,“ sagði Benedikt. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði kostnaðarsamt að halda uppi minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Einu rökin fyrir krónunni væru að þannig væri hægt að rýra kjör launafólks með því að fella gengi hennar. Samspil vaxta, verðbólgu og gengis yrði með öðrum hætti með evru í stað krónu. Vaxtaskilyrði fyrirtækja og framtíðarmöguleikar ungs fólks yrðu betri. „Og til að halda þessum möguleikum opnum þurfum við að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Að fella gengið eða veikja það handvirkt svo útflutningsfyrirtækjumog ferðaþjónustu gangi betur en hagur almennings versni, er ekkert annað en skítaredding á ástandi sem er viðvarandi og óviðundandi með íslensku krónunni, sagði Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjármálaráðherra segir gengismálin erfiðasta viðfangsefnið sem Íslendingar standi frammi fyrir um þessar mundir. Besta leiðin til að vinna gegn mikilli styrkingu krónunnar sé að lækka vexti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að á meðan ekki sé horft á rót vandans sé ekkert í boði nema skítareddingar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina á Alþingi í dag og kallaði eftir aðgerðum að hálfu stjórnvalda. Þróun efnahagsmála hafi verið hagfelld undanfarin ár og gjaldeyrir streymdi inn í landið sem ylli ójafnvægi í hagkerfnu. „Gengi íslensku krónunnar hefur hækað um það bil um 35 prósent gagnvart sterlingspundi og yfir tuttugu prósent gagnvar evru og langleiðina það gagnvart dollar á síðast liðnum tveimur árum. Á sama tíma hafa launahækkanir verið umtalsverðar og vextir eru hér einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Rekstrarumhverfi útflutningsgreina er því gjörbreytt,“ sagði Steingrímur. Enn á ný er krónan að valda Íslendingum erfiðleikum meðal annars vegna mikillar fjölgunar ferðamana sem þyrpast til landsins. Þrýst er á Seðlabanka Íslands að lækka vexti en hann hefur haft þau aðalmarkmið að halda verðbólgunni niður. Fyrir ekki mörgum áratugum lækkuðu stjórnvöld einfaldlega gengið með handafli en það er varla í boði núna. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnti á að verið væri að endurskoða peningamálastefnuna. „Fljótandi króna er tvíeggja sverð. Sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum markaði. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsgreinunum en þrengir að kjörum þeirra sem fá laun sín greidd í krónum,“ sagði fjármálaráðherra. Hins vegar væri erfitt að finna hvar jafnvægisgengið ætti að liggja en áhrif sterkrar krónu kæmu nú meðal annars fram í stöðu HB Granda sem og hjá ýmsum smærri fyrirtækjum. „Áhrifamesta aðgerðin til að lækka gengi krónunnar væri án efa lækkun vaxta Seðlabankans. Með lægri vöxtum innanlands væri hvati fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, til að leita út fyrir landsteinana meiri en áður. Auk þess sem slíkar fjárfestingar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna,“ sagði Benedikt. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði kostnaðarsamt að halda uppi minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Einu rökin fyrir krónunni væru að þannig væri hægt að rýra kjör launafólks með því að fella gengi hennar. Samspil vaxta, verðbólgu og gengis yrði með öðrum hætti með evru í stað krónu. Vaxtaskilyrði fyrirtækja og framtíðarmöguleikar ungs fólks yrðu betri. „Og til að halda þessum möguleikum opnum þurfum við að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Að fella gengið eða veikja það handvirkt svo útflutningsfyrirtækjumog ferðaþjónustu gangi betur en hagur almennings versni, er ekkert annað en skítaredding á ástandi sem er viðvarandi og óviðundandi með íslensku krónunni, sagði Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira