Arnar: Við féllum bara á prófinu Gabríel Sighvatsson í Vestmanneyjum skrifar 29. mars 2017 21:02 Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Vísir/Vilhelm Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn