Minni áhyggjur af vatnsleysi í ánum Karl Lúðvíksson skrifar 10. mars 2017 12:01 Róbert Rúnarsson með 80 sm lax úr Eystri Rangá í fyrra Vatnsleysi í laxveiði er eitt það erfiðasta sem veiðimenn geta glímt við og ef það bætist ofan á þetta sólskin og hiti verður fátt að frétta. Það er ljóst að veiðimenn voru orðnir ansi kvíðnir vegna snóleysis í vetur og sáu fram á að það gæti orðið lítið vatn í veiðiánum ef fram færi sem horfði. Snjókoman sem setti vesturland á hliðina fyrir rúmri viku kætti veiðimenn í þessum landshluta ansi mikið því líklega verður þetta til að laga vatnsstöðuna aðeins og draga úr líkum á litlu vatni fyrstu dagana eins og gerðist í fyrrasumar. Það er þó minna af snjó í víða fyrir norðan og austan en hefur verið í nokkur ár svo staðan þar gæti alveg verið betri hvað snjóforðann varðar. Það er þó ekki nóg að fá þennan snjó núna heldur væri afskaplega gott, og hér talar veiðimaðurinn en ekki sólardýrkandinn, að fá nokkra góða rigningardaga reglulega til að halda góðu vatni í ánum. Það hafa verið of mörg sumur með löngu þurrkatímabili og nú eiga veiðimenn skilið alla vega eitt sumar þar sem þessum öfgum linnir. Nú eru aðeins 21 dagur þangað til veiðin hefst á nýjan leik og sem fyrr byrjar þetta allt saman á sjóbirtingnum og síðan opna vötnin hvert af öðru. Laxveiðin hefst síðan 4. júní og það eru margir sem bíða spenntir eftir því að hitta þann silfraða aftur eftir langann vetur. Mest lesið Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Orðið fært fyrir jeppa upp í Veiðivötn Veiði
Vatnsleysi í laxveiði er eitt það erfiðasta sem veiðimenn geta glímt við og ef það bætist ofan á þetta sólskin og hiti verður fátt að frétta. Það er ljóst að veiðimenn voru orðnir ansi kvíðnir vegna snóleysis í vetur og sáu fram á að það gæti orðið lítið vatn í veiðiánum ef fram færi sem horfði. Snjókoman sem setti vesturland á hliðina fyrir rúmri viku kætti veiðimenn í þessum landshluta ansi mikið því líklega verður þetta til að laga vatnsstöðuna aðeins og draga úr líkum á litlu vatni fyrstu dagana eins og gerðist í fyrrasumar. Það er þó minna af snjó í víða fyrir norðan og austan en hefur verið í nokkur ár svo staðan þar gæti alveg verið betri hvað snjóforðann varðar. Það er þó ekki nóg að fá þennan snjó núna heldur væri afskaplega gott, og hér talar veiðimaðurinn en ekki sólardýrkandinn, að fá nokkra góða rigningardaga reglulega til að halda góðu vatni í ánum. Það hafa verið of mörg sumur með löngu þurrkatímabili og nú eiga veiðimenn skilið alla vega eitt sumar þar sem þessum öfgum linnir. Nú eru aðeins 21 dagur þangað til veiðin hefst á nýjan leik og sem fyrr byrjar þetta allt saman á sjóbirtingnum og síðan opna vötnin hvert af öðru. Laxveiðin hefst síðan 4. júní og það eru margir sem bíða spenntir eftir því að hitta þann silfraða aftur eftir langann vetur.
Mest lesið Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Orðið fært fyrir jeppa upp í Veiðivötn Veiði