Sanders hjólar í Trump: „Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 16:11 Donald Trump og Bernie Sanders. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15