Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og félagar eru á góðu skriði. vísir/eyþór Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira