Varað við stormi suðaustantil í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2017 08:08 Veðurstofan hefur varað við stormi fram undir hádegi syðst á landinu og suðaustanlands í dag Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur varað við stormi fram undir hádegi syðst á landinu og suðaustanlands í dag. Útlit er fyrir vestan og norðvestan 8 til 15 metra á sekúndu en 15 til 23 metra suðaustantil. Þá snýst í suðvestan 8-15 seint í dag með éljagangi en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari suðvestanátt á morgun með dálitlum éljum sunnan og vestanlands. Kólnar smám saman í veðri, hiti í kringum frostmark í kvöld og á morgun. „Í nótt fór lægð til austurs meðfram suðurströndinni og af hennar völdum var vestan ofsaveður á miðunum suður af landinu. Á landi sleppa menn nokkuð vel við þessa lægð. Hann slær staðbundið í storm syðst og einnig á stöku stað suðaustanlands. Annars staðar verður vindur hægari og víða verður vart við úrkomu. Síðdegis fjarlægist lægðin landið hratt og þegar líða fer að kvöldi tekur við suðvestan strekkingur með éljagangi, en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt Vegagerðinni er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og eitthvað um hálkubletti í uppsveitum Suðurlands en greiðfært nær sjónum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nokkrum fjallvegum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma. Á Austurlandi er greiðfært á Héraði en hálka eða snjóþekja á fjallvegum. Greiðfært er með suðausturströndinni. Veður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Veðurstofan hefur varað við stormi fram undir hádegi syðst á landinu og suðaustanlands í dag. Útlit er fyrir vestan og norðvestan 8 til 15 metra á sekúndu en 15 til 23 metra suðaustantil. Þá snýst í suðvestan 8-15 seint í dag með éljagangi en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari suðvestanátt á morgun með dálitlum éljum sunnan og vestanlands. Kólnar smám saman í veðri, hiti í kringum frostmark í kvöld og á morgun. „Í nótt fór lægð til austurs meðfram suðurströndinni og af hennar völdum var vestan ofsaveður á miðunum suður af landinu. Á landi sleppa menn nokkuð vel við þessa lægð. Hann slær staðbundið í storm syðst og einnig á stöku stað suðaustanlands. Annars staðar verður vindur hægari og víða verður vart við úrkomu. Síðdegis fjarlægist lægðin landið hratt og þegar líða fer að kvöldi tekur við suðvestan strekkingur með éljagangi, en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt Vegagerðinni er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og eitthvað um hálkubletti í uppsveitum Suðurlands en greiðfært nær sjónum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nokkrum fjallvegum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma. Á Austurlandi er greiðfært á Héraði en hálka eða snjóþekja á fjallvegum. Greiðfært er með suðausturströndinni.
Veður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira