Þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:30 "Ég var krónískur óþekktarangi," segir Snorri um sig sem barn. Vísir/GVA „Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017. Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017.
Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira