610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra. Vísir/Ernir Fimmtíu og átta verkefni hringinn í kringum landið fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hafi staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna um úthlutun úr sjóðnum. 610 milljónum króna er veitt úr sjóðnum en hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónum króna til verkefna í Landmannalaugum. Næst hæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum króna vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. Hér má sjá gagnvirkt kort sem sýnir hvaða staðir fengu styrki. Að auki hefur ráðherra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Tilgangurinn er að hægt verði að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað. Þess er vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun síðar á þessu ári. Fjármögnun verkefnisins er af fé sem sett var til hliðar af fjárveitingum Framkvæmdasjóðsins í þágu öryggismála og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 20 milljónir króna. Þetta er sjötta árið sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar styrkjum. Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá er hlutverk sjóðsins leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins, og að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Með úthlutuninni í ár nemur heildarupphæð styrkveitinga úr sjóðnum 3,56 milljörðum króna. Fyrir dyrum er endurskoðun á hlutverki sjóðsins sem tekur mið af því að komin er til sögunnar Landsáætlun á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um uppbyggingu innviða vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar. Drög að lagabreytingu um sjóðinn hafa verið birt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og gera þau ráð fyrir að sjóðurinn sinni verkefnum á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til 23. mars. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá staði sem fengu styrki: Ríkisaðilar/stofnanir Landgræðsla ríkisins - Dimmuborgir - Bætt bílastæði og leiðamerkingar fyrir gesti. Kr. 24.769.000,- styrkur til að gera skilti og bílastæði. Dimmuborgir er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Á slíkum stað verða umgjörð og skipulag sérstaklega mikilvæg með tilliti til náttúruverndar og öryggis. Verkefnið er til þess fallið að styrkja þessa þætti. Skógræktin - frágangur við Hjálparfoss. Kr. 1.200.000,- styrkur í lokafrágang á bílaplani, jöfnun jarðvegs í kring um salernishús og uppgræðslu, áburðardreifingu í jaðra stíga og á svæði sem mikill ágangur er af ferðafólki. Ennfremur er nauðsynlegt að afmarka gönguleiðir með böndum og loka þarf eldri rofsárum vegna ágangs ferðamanna. Mikilvægt verkefni sem lokafrágangur fyrri framkvæmda, fyrir náttúruvernd og innviði. Skógræktin - lokafrágangur útsýnispalls við Laxfoss. Kr. 2.500.000,- styrkur til smíði stiga og millipalla niður á útsýnisstað ásamt lokafrágangi staðarins svo sem klára malarstíg, sá í kanta , loka gróðursárum og setja upp stikur og skilti.Laxfoss er einstök náttúruperla, en umhverfi hans er farið að láta á sjá og einnig má efla öryggi þar. Verkefnið er gott öryggis- og náttúruverndarverkefni. Skógræktin - Uppbygging og viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu. Kr.15.000.000,- styrkur til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. Skógræktin - viðhald gönguleiða og áningarstaðar á Kirkjubæjarklaustri. Kr. 1.500.000,- styrkur til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkanna á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. Vinna skógræktarinnar í svipuðum verkefnum hefur skilað miklum árangri og verið til fyrirmyndar hvað varðar náttúruvernd og eflingu öryggis. Snorrastofa í Reykholti - efling minjasvæðis í Snorragarði, Reykholti. Kr.7.400.000,- styrkur til að loka skurðum, setja lokræsi, laga stíga og setja upp skilti í Reykholti. Í Reykholt koma ferðamenn allt árið um kring, en þar hefur öryggi verið ábótavant. Verkefnið er mikilvægt öryggisverkefni á þessum vinsæla stað. Umhverfisstofnun - bílastæði Hraunfossar/Barnafossar. Kr. 22.000.000,- styrkur til að endurhanna , stækka, malbika og merkja núverandi bílastæði, þar sem núverandi bílastæði ber ekki þann þunga umferðar sem um það fer. Innviðaverkefni sem bætir aðkomu á vinsælum ferðamannastað á vesturlandi. Umhverfisstofnun - Endurnýjun göngustígs frá Gullfosskaffi niður að hringtorgi. Kr. 8.000.000,- styrkur til að breikka göngustíg og gera hann færan fyrir snjóruðningstæki. Vegna þess mikla fjölda sem heimsækir Gullfoss allan ársins hring er nauðsynlegt að innviðir séu eins og best verður á kosið. Breiður og snjóruddur stígur er eitt af því sem þarf að gera til að tryggja öryggi og vernda náttúru á svæðinu. Umhverfisstofnun - Framhald framkvæmda við stíga og útsýnispalla við Geysi. Kr. 30.000.000,- styrkur til að lagfæra göngustíga á Geysissvæðinu og minnka álag. Tengja svæðið við Laugarfellið og tjaldsvæðið. Mikilvægt innviðaverkefni á einum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar sem náttúruvernd og öryggi þarf að tryggja. Umhverfisstofnun - Grábrók, endurheimt raskaðra svæða. Kr. 800.000,- styrkur til að endurheimta illa farin gróðursvæði með uppgræðslu, mosaflutningi, girðingum til að girða af viðkvæm svæði og merkingum. Mosaflutningur er nýstárleg aðferð sem lofar góðu og leysir mikinn vanda vegna óafturkræfra náttúruskemmda. Verkefnið er því mjög mikilvægt náttúruverndarmál á mfjölsóttum ferðamannastað. Umhverfisstofnun - Lagfæring göngustíga við Grábrók. Kr. 800.000,- styrkur til að lagfæra stíg alla leið uppá Grábrók og umhverfis gíginn. Mikilvægt náttúruverndarverkefni á mjög viðkvæmum stað með mikinn fjölda ferðamanna. Verkefnið bætir einnig öryggi ferðamanna. Umhverfisstofnun - Laugavegurinn, endurbættur samkvæmt úttekt. Kr. 12.000.000,- styrkur til að afmarka, lagfæra og breikka göngustíg á Laugaveginum undir Brennisteinsöldu. Leiðin liggur þarna um erfitt land þar sem mikilvægt er að koma í veg fyrir að skemmdir verði á náttúru. Verkefnið tengist einnig öryggi ferðamanna. Umhverfisstofnun - útsýnispallar við Dynjanda. Kr. 20.000.000,- styrkur til gera útsýnispall á stað þar sem ,,náttúrulegur“ pallur er fyrir nálægt fossinum. Innviðaverkefni á vinsælum ferðamannastað á Vestfjörðum. Verkefnið verndar náttúru og eflir öryggi. Vatnajökulsþjóðgarður - Dettifoss að vestan - frágangur á gönguleið frá bílastæði meðfram byggingarreit. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja upp göngustíga næst bílastæði og salerni við Dettifoss að vestan. Umferð við Dettifoss að vestan hefur margfaldast á undanförnum árum í kjölfar Dettifossvegar, sem einnig hefur opnað svæðið fyrir umferð allan ársins hring. Verkefnið mun leysa aðkallandi vandamál vegna öryggis, innviða og náttúruverndar við þjónustureit og upphaf gönguleiðar að Dettifossi. Vatnajökulsþjóðgarður - Öskjusvæðið - Vikraborgir - Upplýsingahús fyrir ferðamenn. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja um 30 m2 hús til að upplýsa gesti sem ganga inn í Öskju um náttúru hennar og þær hættur sem ber að varast. Mikilvægur innviður sem hefur mikla þýðingu fyrir öryggi á staðnum, þar sem upplýsingagjöf spilar lykilhlutverk á þessum vinsæla hálendisstað. Þjóðminjasafn Íslands - Sómastaðir við Reyðarfjörð - frágangur þjónustuhúsa og bílastæða. Kr. 7.667.000,- styrkur til frágangs á nánasta umhverfi þjónustuhúsa, stígagerð og frágangs bílastæða. Gott innviðaverkefni sem hefur einnig þýðingu fyrir náttúrvernd og útlit umhverfis. Sveitarfélög Akraneskaupstaður - Guðlaug við Langasand. Kr. 30.000.000,- styrkur til að byggja heita laug sem staðsett verður í grjótvörn viðLangasand á Akranesi. Mannvirkið samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatna úr yfirfalli efri laugarinnar. Nýstárleg og áhugaverð hugmynd sem gæti orðið að nýjum ferðamannasegli á Akranesi og stutt við þróun baðferðamennsku á landsvísu. Bolungarvíkurkaupstaður - öryggi og verndaraðgerðir á Bolafjalli. Kr. 2.800.000,- styrkur til að gera leiðbeinandi stíga á fjallinu, uppsetningu kaðalhandriðs og hönnun og uppsetningu viðvörunarskilta. Mikilvægt öryggisverkefni á frábærum útsýnisstað og vaxandi ferðamannastað á Bolafjalli. Borgarfjarðarhreppur - Bátahöfnin við Hafnarhólma - bygging þjónustuhúss. Kr. 20.000.000,- styrkur til að hefja byggingu húss sem mun rúma aðstöðu fyrir þjónustu fyrir ferðamenn. Salerni og sturtuaðstaða opin almenningi verða í húsinu og á þaki þess verður útsýnispallur en mikið fuglalíf er á svæðinu. Innviðauppbygging til að bæta aðstöðu til fuglaskoðunar þar sem lögð er áhersla á aðgengi fyrir alla. Mun að einhverju leyti koma í veg fyrir ágang ferðamanna á viðkvæmt svæði í hólmanum og bæta öryggi þeirra sem hafa gengið um bratta hamrana. Dalabyggð - strandstígur í Búðardal, áfangi 2. Kr. 3.072.500,- styrkur til að leggja strandstíg með ströndinni við Búðardal, gera bílastæði og áningarstað við enda stígsins. Dalabyggð fékk árið 2015 styrk til að gera „fuglaskoðunarbryggju“ og tengist stígurinn henni. Verkefnið stuðlar að náttúruvernd og gæti fengið fleiri til að eyða tíma í Búðardal. Dalvíkurbyggð - göngubrú yfir Svarfaðardalsá. Kr. 6.520.000,- styrkur til að byggja göngubrú (hengibrú) yfir Svarfaðardalsá neðan við Húsabakka sem tengir saman gönguleiðir í Friðlandi Svarfdæla og útivistarsvæði í Hánefsstaðareit sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Einnig er sótt um gerð bakkavarna ofan við brúarstæðið. Vel undirbúið og skemmtilegt innviðaverkefni sem tengir saman svæði og býður upp marga nýja möguleika í útivist og náttúruskoðun. Fjarðabyggð - Geithúsagil - lagfæring á göngustíg. Kr. 2.000.000,- styrkur til að laga göngustíg meðfram gilinu á um 300 m kafla, endurnýja öryggisgirðingu og skilti. Ástand mála við Geithúsagil er óviðunandi hvað öryggi varðar og bætir verkefnið úr því. Fljótsdalshérað - Rjúkandi - Stígar, útsýnispallur og bílastæði. Kr. 2.736.000,- styrkur til að lagfæra göngustíg, setja upp skilti, gera útsýnispall og áningarstað. Rjúkandi í Jökuldal er nú þegar orðinn vinsæll áningarstaður ferðamanna. Verkefnið er mikilvægt til að efla öryggi ferðamanna og tryggja náttúruvernd. Fljótsdalshreppur - Hengifoss - fullnaðarhönnun aðstöðu. Kr. 4.000.000,- styrkur lýtur að fullnaðarhönnun á aðstöðubyggingu, umhverfi, göngustígum, upplýsingasvæði, hliðum, áningar- og útsýnisstöðum við Hengifossá. Styrkur til fullnaðarhönnunar verðlaunatillögu í nýafstaðinni samkeppni. Álag á umhverfi og náttúru við Hengifoss eykst með hverju árinu. Verkefnið er mikilvægt skref í að ná sjálfbærum tökum á ferðamennsku á einum helsta ferðamannastað Austurlands. Fljótsdalshreppur - Hengifoss - göngustígar og áfangastaðir. Kr. 12.800.000,- styrkur að byggja upp og endurbæta gönguleiðina upp að Hengifossi. Verkefni sem mun bæta öryggi ferðamanna og vernda gróður sem víða er farin að láta á sjá vegna átroðnings. Flóahreppur - Urriðafoss - viðhald áningarstaðar, auknar merkingar. Kr. 1.500.000,- styrkur til að bæta við merkingar á fleiri tungumálum. Lagfæra stikur, göngustíga og bæta ofaníburði á aðkomuveg og bílaplan. Nauðsynlegt viðhald á mikilvægum ferðamannastað, öryggisþátturinn í nágrenni Þjórsár er þó mikilvægastur. Garðabær - bílastæði við upphaf gönguleiðar á Búrfell. Kr. 9.950.000,- styrkur til að gera bílastæði við upphaf gönguleiða og bæta öryggi og aðgengi m.a. að Búrfelli, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár. Mikilvægt öryggisverkefni þar sem núverandi bílastæði er á stórhættulegum stað við veginn. Grundarfjarðarbær - gerð áningarstaðar við Kirkjufellsfoss. Kr. 7.000.000,- styrkur til hönnunar bílastæðis og lagfæra núverandi göngustíga við mKirkjufellsfoss. Mikilvægt öryggis- og náttúruverndarverkefni á sjálfsprottnum ferðmannastað við mest myndaða fjall landsins. Hafnarfjarðarbær - Seltún. Kr. 8.000.000, - styrkur til vinnu við frágang á bílastæði, stígagerð, göngupalla og uppsetningu skilta. Seltún er einn mikilvægasti ferðamannastaður Reykjaness, með tilheyrandi ágangi og þörf fyrir innviði. Hverirnir eru varasamir og land erfitt til stígagerðar. Um er að ræða áframhald á fyrri uppbyggingu sem er staðnum nauðsynleg til verndar náttúru og eflingu öryggis. Hrunamannahreppur - Hrunalaug, umhverfi og aðkoma. Kr. 2.000.000,- styrkur til að endurhlaða steinveggi í efri hluta Hrunalaugar og byrja á stígagerð frá bílastæði að Hrunalaug í þeirri gönguleið sem nú þegar er fyrir hendi. Verkefni til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum. Húnaþing vestra - Kolugljúfur - bætt aðgengi og öryggi. Kr. 14.800.000,- styrkur til að bæta aðgengis- og öryggismál á viðkvæmu og hættulegu svæði umhverfis gljúfrið. Verkefnið er sérstaklega mikilvægt öryggismál á einum helsta ferðamannastað Norðvesturlands, þar sem brúnir gljúfursins eru sérstaklega varasamar. Hvalfjarðarsveit - Glymur í Botnsdal, Hvalfjarðarsveit. Kr. 5.700.000,- styrkur til að halda áfram við að bæta og viðhalda gönguleiðum upp að Glym. Gönguleiðir við Glym eru brattar, hættulegar og viðkvæmar fyrir rofi. Fjöldi ferðamanna eykst með hverju árinu því er þetta nauðsynlegt verkefni vegnanáttúruverndar og öryggis. Ísafjarðarbær - göngustígur við Buná í Tungudal. Kr. 858.000,- styrkur til að laga stíginn, stöðva gróðurskemmdir, framlengja stíginn, klippa kjarr, koma fyrir haldreipum og smíða tröppur upp að hinum sögufræga Siggakofa, kofa Sigurðar Sigurðssonar, sem fyrr á tímum var geitahirðir Ísfirðinga. Um tíu þúsund manns leggja land undir fót á þessu fallega svæði í Tungudal. Stígurinn er hinsvegar varasamur og gróður er farinn að troðast niður. Verkefnið er gott náttúruverndar- og öryggisverkefni. Ísafjarðarbær - Naustahvilft, göngustígur og upplýsingaskilti. Kr. 4.344.000,- styrkur til að skipuleggja, hanna og útbúa göngustíg upp í Naustahvilft í Skutulsfirði. Vinsæl gönguleið er upp í Naustahvilft, en þar hefur náttúra látið á sjá vegna átroðnings. Verkefnið er sérstaklega mikilvægt vegna náttúrverndar en hefur einnig gildi fyrir öryggismál ferðamanna. Norðurþing - aðgengi að Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn. Kr. 19.500.000, - styrkur til frágangs á aðkomu fyrir Heimskautsgerðið á Raufarhöfn. Gert verður bílastæði neðan við ásinn auk vegtengingar við þjóðveginn. Náttúran í umhverfi gerðisins lætur á sjá og öryggi ferðamanna er ábótavant. Verkefnið er mikilvægt fyrir innviðauppbygginu á veiku svæði á sama tíma og það eflir náttúruvernd og öryggi. Rangárþing eystra/Katla jarðvangur - breyting á gildandi deiliskipulagi á Skógum. Kr. 1.600.000,- styrkur til að breyta gildandi deiliskipulagi Skóga til endurbóta og aðkomu fyrir ferðamenn við Skógafoss. Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að færa alla umferð ökutækja út fyrir friðlýsta svæðið og einnig tjaldsvæðið. Verkefnið er mikilvægt skref í þá átt að tryggja innviðauppbyggingu við Skógafoss, einn mikilvægasta ferðamannastað Suðurlands. Rangárþing ytra - Landmannalaugar 1. áfangi. Kr. 60.000.000,- styrkur til að hefja framkvæmdir við nauðsynlegar rofvarnir, nýtt bílastæði og uppbyggingu aðstöðu við Námakvísl samkvæmt verðlaunatillögu í samkeppni. Fjöldi ferðamanna í Landmannalaugum hefur margfaldast á undanförnum árum. Vantað hefur upp á skipulag og umgjörð staðarins til að mæta þessum aukna fjölda. Nú er að ljúka kynningu deiliskipulags, sem sveitarfélag, umsjónaraðilar og rekstraraðila á svæðinu hafa sameinast um og því mikilvægt að hefja umfangsmiklar framkvæmdir sem fyrst. Mikilvægt innviðaverkefni á fjölsóttasta ferðamannastað hálendis Íslands sem í senn verður til að efla náttúruvernd og öryggi ferðamanna. Reykhólahreppur - Reykhólar - Lagning stíga, merkingar og frekari hönnun Kúalaugar. Kr. 6.700.000,- styrkur til stíga- og áningarstaðagerðar, öryggismerkinga auk lítilsháttar hönnunar neðan við þorpið á Reykhólum. Umhverfi Reykhóla er áhugavert og varasamt í senn vegna hvera og votlendis. Verkefnið er til þess fallið að efla öryggi ferðamanna, auka aðdráttarafl og vernda náttúru. Reykjanes Geopark - Brú milli heimsálfa. Kr. 3.520.000,- styrkur til að fara í skipulagsvinnu við Brú milli heimsálfa með það að markmiði að bæta aðkomu ferðamanna að svæðinu, stækka bílastæði, breikka aðkomuveg og verja svæðið fyrir vindum. Eins til að endurnýja tréverk á göngubrú vegna fúa. Brúin milli heimsálfa var skemmtileg hugmynd sem nú er orðinn vinsæll ferðamannastaður. Verkefnið er mikilvægt til að efla öryggi ferðamanna á svæðinu og skipuleggja innviði. Reykjanes Geopark – Gunnuhver - bætt aðkoma og aðgengi. Kr. 18.500.000, - styrkur til að ljúka hönnun svæðisins og hefja uppbyggingu áningastaðarins. Gunnuhver verður sífellt vinsælli og þar er land síbreytilegt, viðkvæmt og hættulegt. Verkefnið er mikilvægt fyrir náttúruvernd og öryggi ferðamanna. Reykjanesbær - Skessan í hellinum. Kr. 900.000,- styrkur til að endurnýja Skessubrúðu og nánasta umhverfi, bæði inni og úti. Lagfæra stíg umhverfis hellinn. Skessan í hellinum hefur heillað börn og fullorðna undanfarin ár og er verkefnið til þess fallið að styrkja þá innviði og auka öryggi ferðamanna. Sandgerðisbær - stígur við tjörn, seinni áfangi. Kr. 9.564.800,- styrkur til að halda áfram með verkefni sem varðar framlengingu og tengingu á stígnum bæði við Þekkingarsetrið og inn í bæinn. Verkefnið er framhald af áður styrktu verkefni sem lagði stíg milli vegar og tjarnar til að bæta aðgengi fólks að náttúru tjarnarinnar, og lýkur því. Við það hætta ferðamenn að þvælast á vegi og aðstaða verður öll öruggari til náttúruskoðunar. Seyðisfjarðarkaupstaður - áningarstaðir við Fjarðarheiðarveg. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja upp og efla áningastað við Neðri Staf. Fjöldi ferðamanna stoppar nú þegar við Neðra Staf á hættulegum stað í beygju. Mikilvægt öryggismál þar sem verkefnið mun bæta úr innviðaskorti og stuðla að verndun náttúru. Skaftárhreppur - bættir göngustígar í Fjaðrargljúfri. Kr. 10.900.000,- styrkur til að bæta aðgengi, vernda náttúru og auka öryggi með stígagerð og breytingu á skipulagi. Mjög mikilvægt verkefni með tilliti til náttúruverndar þar sem óafturkræft jarðvegsrof blasir við á þessum fjölsótta ferðmannastað, ef ekkert verður að gert. Snæfellsbær - Rauðfeldargjá - aðkoma, bílastæði og göngustígur. Kr. 31.192.000,- styrkur í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi hönnun. Bæta þarf aðkomu, gera gott bílastæði sem fellur í landið og leggja öruggan göngustíg ásamt áningarstað á leiðinni. Þá þarf að loka og græða upp villustíga og setja upp merkingar við hæfi. Verkefnið er í senn mikilvægt fyrir náttúruvernd, öryggi ferðamanna og uppbyggingu innviða. Stykkishólmsbær - Súgandisey gangstígagerð. Kr. 12.820.584,- styrkur til að ljúka gangstígagerð upp á Súgandisey. Verkefni sem bætir aðgengi og lagfærir náttúruskemmdir. Súðavíkurhreppur – Hvítanes. Kr. 13.000.000,- styrkur til jarðvinnu, fyllinga og grjótvarnar, sem þarf til að gera áningarstað; bílastæði, útsýnispall og göngustíga. Selalátrið við Hvítanes í Skötufirði er nú þegar orðið að vinsælum skoðunarstað sela, en bæta þarf öryggi ferðamanna og tryggja þarf náttúrulega sjálfbærni staðarins. Verkefnið er því mikilvægt öryggis- og náttúruverndarverkefni. Sveitarfélagið Ölfus - endurbætur á stígakerfi í Reykjadal í Ölfusi. Kr. 26.175.000,- styrkur til að bregðast við aðkallandi vandamálum í náttúruvernd og öryggismálum á mjög vinsælu ferðamannasvæði. Reykjadal heimsækja a.m.k. vel á annað hundrað þúsund ferðamenn árlega til útivistar og baða. Svæðið er víðfeðmt og viðkvæmt en jafnframt hættulegt vegna síbreytilegra hvera og aðstæðna. Verkefnið er til þess fallið að draga úr og leysa verstu vandamálin á svæðinu tengd náttúruvernd og öryggismálum. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - gestastofan Snæfellsnes. Kr. 2.840.000,- styrkur til að endurhanna gamla félagsheimilið að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi til að gera það að gestastofu fyrir Svæðisgarðinn á Snæfellsnesi. Samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi hefur verið til fyrirmyndar í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi sem og skipulag hans. Verkefnið felur í sér fyrsta skref í að opna gestastofu við fyrstu mörk svæðisgarðsins, sem er nauðsynlegur innviður og gátt fyrir slíkan garð. Vestmannaeyjabær - Eldheimar- gönguleið um nýja hraunið í Vestmannaeyjum. Kr. 7.500.000,- styrkur til að gera góða göngustíga frá miðbæ Vestmannaeyja að Eldheimum og Eldfelli. Þetta er mjög fjölfarin leið. Mikilvægur innviður á fjölförnum ferðamannastað sem verndar náttúru og eykur öryggi. Þingeyjarsveit - endurbætur á umhverfi Goðafoss. Kr. 28.800.000,- styrkur til að bæta aðgengi, auka öryggi ferðamanna og vernda umhverfið. Styrkurinn nær til umhverfisins beggja vegna fljótsins. Verkefnið tengist öryggi og uppbyggingu innviða á einum fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjasýslna, þar sem náttúruvernd og öryggismál eru sérstaklega aðkallandi Einkaaðilar Alda Jónsdóttir - Fossárvík - ferðamannastaður - verndun náttúru og aukið öryggi ferðamanna. Kr. 1.750.000,- styrkur til framkvæmda við lágmarksviðhald svæðis og afmörkun hættulegra staða. Verkefnið er mikilvægt vegna náttúruverndar og öryggismála á fjölsóttum ferðamannastað við Hringveginn. Brynjar Sigurðsson - Faxi umhverfi, aðgengi og öryggi. Kr. 2.000.000,- styrkur til að bæta göngustíga merkingar og innviði við fossinn Faxa. Mjög aðkallandi verkefni vegna náttúruverndar og öryggismála á ferðamannastað þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist hratt. Efri-Reykir ehf. - Brúarárfoss, gönguleið. Kr. 1.300.000,- styrkur til að endurbæta gönguleið frá bílastæði upp með ánni að Brúarfossi, breikka moldargötur og setja í möl eða kurl. Stika leið, setja upp skilti, drena á blautum kafla og setja upp litla göngubrú á Vallá. Brúarárfoss verður sífellt vinsælli og þekktari og skemmdir hafa orðið vegna átroðnings í nágrenni hans og á stígnum. Verkefnið tekur á þessum vandamálum náttúruverndar og öryggismála. Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri - viðhald og úrbætur á gönguleið til Brúnavíkur frá Borgarfirði eystra. Kr. 800.000,- styrkur til að lagfæra gönguleiðina þar sem hentistígar hafa myndast, koma upp göngubrú í Brúnavík og setja upp upplýsingaskilti við upphaf leiðar sem hvetur m.a. gesti til góðrar umgengni og að halda sig á merktum leiðum. Ágætt og einfalt innviðaverkefni sem lagfærir náttúruskemmdir. Fuglastígur á Norðausturlandi (FN) - fuglastígur á Norðausturlandi: Norrænt samstarf um hönnun innviða. Kr. 4.730.000,- styrkur til hanna fuglaskoðunarskýli og skjól á sex stöðum á Fuglastíg Norðausturlands. Sérstaklega vel undirbúið verkefni sem tengist náttúruvernd og öryggismálum en er einnig mikilvægt fyrir framtíðar innviðauppbygginu á svæði sem setið hefur eftir í ferðamennsku. Highland Hostel ehf – Fossahringur. Kr. 5.849.140, - styrkur til gera göngubrýr á votlendiskafla og þétta stikur á allri gönguleiðinni kennda við Fossahring í nágrenni Laugarfells (Fljótsdalshreppi). Fossahringurinn vex að vinsældum, en mýrlendi og þoka valda göngufólki helst vandræðum og viðkvæmur votlendisgróður er byrjaður að skemmast. Verkefnið er gott náttúruverndar- og öryggisverkefni. Hreðavatn ehf. - Glanni og Paradísarlaut. Kr. 3.270.000,- styrkur til úrbóta vegna gróðurskemmda á svæðinu, lokun óæskilegra stíga, endurbóta á stígum, lagfæringar á gróðurskemmdum og uppsetningu merkinga og skilta. Fossinn Glanni og næsta umhverfi við Norðurá er einstök náttúruperla en staðurinn er farin að láta á sjá, og einnig má efla öryggi þar. Verkefnið er gott náttúruverndarverkefni Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Akranes Bolungarvík Múlaþing Dalabyggð Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fimmtíu og átta verkefni hringinn í kringum landið fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hafi staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna um úthlutun úr sjóðnum. 610 milljónum króna er veitt úr sjóðnum en hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónum króna til verkefna í Landmannalaugum. Næst hæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum króna vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. Hér má sjá gagnvirkt kort sem sýnir hvaða staðir fengu styrki. Að auki hefur ráðherra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Tilgangurinn er að hægt verði að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað. Þess er vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun síðar á þessu ári. Fjármögnun verkefnisins er af fé sem sett var til hliðar af fjárveitingum Framkvæmdasjóðsins í þágu öryggismála og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 20 milljónir króna. Þetta er sjötta árið sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar styrkjum. Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá er hlutverk sjóðsins leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins, og að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Með úthlutuninni í ár nemur heildarupphæð styrkveitinga úr sjóðnum 3,56 milljörðum króna. Fyrir dyrum er endurskoðun á hlutverki sjóðsins sem tekur mið af því að komin er til sögunnar Landsáætlun á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um uppbyggingu innviða vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar. Drög að lagabreytingu um sjóðinn hafa verið birt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og gera þau ráð fyrir að sjóðurinn sinni verkefnum á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til 23. mars. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá staði sem fengu styrki: Ríkisaðilar/stofnanir Landgræðsla ríkisins - Dimmuborgir - Bætt bílastæði og leiðamerkingar fyrir gesti. Kr. 24.769.000,- styrkur til að gera skilti og bílastæði. Dimmuborgir er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Á slíkum stað verða umgjörð og skipulag sérstaklega mikilvæg með tilliti til náttúruverndar og öryggis. Verkefnið er til þess fallið að styrkja þessa þætti. Skógræktin - frágangur við Hjálparfoss. Kr. 1.200.000,- styrkur í lokafrágang á bílaplani, jöfnun jarðvegs í kring um salernishús og uppgræðslu, áburðardreifingu í jaðra stíga og á svæði sem mikill ágangur er af ferðafólki. Ennfremur er nauðsynlegt að afmarka gönguleiðir með böndum og loka þarf eldri rofsárum vegna ágangs ferðamanna. Mikilvægt verkefni sem lokafrágangur fyrri framkvæmda, fyrir náttúruvernd og innviði. Skógræktin - lokafrágangur útsýnispalls við Laxfoss. Kr. 2.500.000,- styrkur til smíði stiga og millipalla niður á útsýnisstað ásamt lokafrágangi staðarins svo sem klára malarstíg, sá í kanta , loka gróðursárum og setja upp stikur og skilti.Laxfoss er einstök náttúruperla, en umhverfi hans er farið að láta á sjá og einnig má efla öryggi þar. Verkefnið er gott öryggis- og náttúruverndarverkefni. Skógræktin - Uppbygging og viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu. Kr.15.000.000,- styrkur til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. Skógræktin - viðhald gönguleiða og áningarstaðar á Kirkjubæjarklaustri. Kr. 1.500.000,- styrkur til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkanna á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. Vinna skógræktarinnar í svipuðum verkefnum hefur skilað miklum árangri og verið til fyrirmyndar hvað varðar náttúruvernd og eflingu öryggis. Snorrastofa í Reykholti - efling minjasvæðis í Snorragarði, Reykholti. Kr.7.400.000,- styrkur til að loka skurðum, setja lokræsi, laga stíga og setja upp skilti í Reykholti. Í Reykholt koma ferðamenn allt árið um kring, en þar hefur öryggi verið ábótavant. Verkefnið er mikilvægt öryggisverkefni á þessum vinsæla stað. Umhverfisstofnun - bílastæði Hraunfossar/Barnafossar. Kr. 22.000.000,- styrkur til að endurhanna , stækka, malbika og merkja núverandi bílastæði, þar sem núverandi bílastæði ber ekki þann þunga umferðar sem um það fer. Innviðaverkefni sem bætir aðkomu á vinsælum ferðamannastað á vesturlandi. Umhverfisstofnun - Endurnýjun göngustígs frá Gullfosskaffi niður að hringtorgi. Kr. 8.000.000,- styrkur til að breikka göngustíg og gera hann færan fyrir snjóruðningstæki. Vegna þess mikla fjölda sem heimsækir Gullfoss allan ársins hring er nauðsynlegt að innviðir séu eins og best verður á kosið. Breiður og snjóruddur stígur er eitt af því sem þarf að gera til að tryggja öryggi og vernda náttúru á svæðinu. Umhverfisstofnun - Framhald framkvæmda við stíga og útsýnispalla við Geysi. Kr. 30.000.000,- styrkur til að lagfæra göngustíga á Geysissvæðinu og minnka álag. Tengja svæðið við Laugarfellið og tjaldsvæðið. Mikilvægt innviðaverkefni á einum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar sem náttúruvernd og öryggi þarf að tryggja. Umhverfisstofnun - Grábrók, endurheimt raskaðra svæða. Kr. 800.000,- styrkur til að endurheimta illa farin gróðursvæði með uppgræðslu, mosaflutningi, girðingum til að girða af viðkvæm svæði og merkingum. Mosaflutningur er nýstárleg aðferð sem lofar góðu og leysir mikinn vanda vegna óafturkræfra náttúruskemmda. Verkefnið er því mjög mikilvægt náttúruverndarmál á mfjölsóttum ferðamannastað. Umhverfisstofnun - Lagfæring göngustíga við Grábrók. Kr. 800.000,- styrkur til að lagfæra stíg alla leið uppá Grábrók og umhverfis gíginn. Mikilvægt náttúruverndarverkefni á mjög viðkvæmum stað með mikinn fjölda ferðamanna. Verkefnið bætir einnig öryggi ferðamanna. Umhverfisstofnun - Laugavegurinn, endurbættur samkvæmt úttekt. Kr. 12.000.000,- styrkur til að afmarka, lagfæra og breikka göngustíg á Laugaveginum undir Brennisteinsöldu. Leiðin liggur þarna um erfitt land þar sem mikilvægt er að koma í veg fyrir að skemmdir verði á náttúru. Verkefnið tengist einnig öryggi ferðamanna. Umhverfisstofnun - útsýnispallar við Dynjanda. Kr. 20.000.000,- styrkur til gera útsýnispall á stað þar sem ,,náttúrulegur“ pallur er fyrir nálægt fossinum. Innviðaverkefni á vinsælum ferðamannastað á Vestfjörðum. Verkefnið verndar náttúru og eflir öryggi. Vatnajökulsþjóðgarður - Dettifoss að vestan - frágangur á gönguleið frá bílastæði meðfram byggingarreit. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja upp göngustíga næst bílastæði og salerni við Dettifoss að vestan. Umferð við Dettifoss að vestan hefur margfaldast á undanförnum árum í kjölfar Dettifossvegar, sem einnig hefur opnað svæðið fyrir umferð allan ársins hring. Verkefnið mun leysa aðkallandi vandamál vegna öryggis, innviða og náttúruverndar við þjónustureit og upphaf gönguleiðar að Dettifossi. Vatnajökulsþjóðgarður - Öskjusvæðið - Vikraborgir - Upplýsingahús fyrir ferðamenn. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja um 30 m2 hús til að upplýsa gesti sem ganga inn í Öskju um náttúru hennar og þær hættur sem ber að varast. Mikilvægur innviður sem hefur mikla þýðingu fyrir öryggi á staðnum, þar sem upplýsingagjöf spilar lykilhlutverk á þessum vinsæla hálendisstað. Þjóðminjasafn Íslands - Sómastaðir við Reyðarfjörð - frágangur þjónustuhúsa og bílastæða. Kr. 7.667.000,- styrkur til frágangs á nánasta umhverfi þjónustuhúsa, stígagerð og frágangs bílastæða. Gott innviðaverkefni sem hefur einnig þýðingu fyrir náttúrvernd og útlit umhverfis. Sveitarfélög Akraneskaupstaður - Guðlaug við Langasand. Kr. 30.000.000,- styrkur til að byggja heita laug sem staðsett verður í grjótvörn viðLangasand á Akranesi. Mannvirkið samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatna úr yfirfalli efri laugarinnar. Nýstárleg og áhugaverð hugmynd sem gæti orðið að nýjum ferðamannasegli á Akranesi og stutt við þróun baðferðamennsku á landsvísu. Bolungarvíkurkaupstaður - öryggi og verndaraðgerðir á Bolafjalli. Kr. 2.800.000,- styrkur til að gera leiðbeinandi stíga á fjallinu, uppsetningu kaðalhandriðs og hönnun og uppsetningu viðvörunarskilta. Mikilvægt öryggisverkefni á frábærum útsýnisstað og vaxandi ferðamannastað á Bolafjalli. Borgarfjarðarhreppur - Bátahöfnin við Hafnarhólma - bygging þjónustuhúss. Kr. 20.000.000,- styrkur til að hefja byggingu húss sem mun rúma aðstöðu fyrir þjónustu fyrir ferðamenn. Salerni og sturtuaðstaða opin almenningi verða í húsinu og á þaki þess verður útsýnispallur en mikið fuglalíf er á svæðinu. Innviðauppbygging til að bæta aðstöðu til fuglaskoðunar þar sem lögð er áhersla á aðgengi fyrir alla. Mun að einhverju leyti koma í veg fyrir ágang ferðamanna á viðkvæmt svæði í hólmanum og bæta öryggi þeirra sem hafa gengið um bratta hamrana. Dalabyggð - strandstígur í Búðardal, áfangi 2. Kr. 3.072.500,- styrkur til að leggja strandstíg með ströndinni við Búðardal, gera bílastæði og áningarstað við enda stígsins. Dalabyggð fékk árið 2015 styrk til að gera „fuglaskoðunarbryggju“ og tengist stígurinn henni. Verkefnið stuðlar að náttúruvernd og gæti fengið fleiri til að eyða tíma í Búðardal. Dalvíkurbyggð - göngubrú yfir Svarfaðardalsá. Kr. 6.520.000,- styrkur til að byggja göngubrú (hengibrú) yfir Svarfaðardalsá neðan við Húsabakka sem tengir saman gönguleiðir í Friðlandi Svarfdæla og útivistarsvæði í Hánefsstaðareit sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Einnig er sótt um gerð bakkavarna ofan við brúarstæðið. Vel undirbúið og skemmtilegt innviðaverkefni sem tengir saman svæði og býður upp marga nýja möguleika í útivist og náttúruskoðun. Fjarðabyggð - Geithúsagil - lagfæring á göngustíg. Kr. 2.000.000,- styrkur til að laga göngustíg meðfram gilinu á um 300 m kafla, endurnýja öryggisgirðingu og skilti. Ástand mála við Geithúsagil er óviðunandi hvað öryggi varðar og bætir verkefnið úr því. Fljótsdalshérað - Rjúkandi - Stígar, útsýnispallur og bílastæði. Kr. 2.736.000,- styrkur til að lagfæra göngustíg, setja upp skilti, gera útsýnispall og áningarstað. Rjúkandi í Jökuldal er nú þegar orðinn vinsæll áningarstaður ferðamanna. Verkefnið er mikilvægt til að efla öryggi ferðamanna og tryggja náttúruvernd. Fljótsdalshreppur - Hengifoss - fullnaðarhönnun aðstöðu. Kr. 4.000.000,- styrkur lýtur að fullnaðarhönnun á aðstöðubyggingu, umhverfi, göngustígum, upplýsingasvæði, hliðum, áningar- og útsýnisstöðum við Hengifossá. Styrkur til fullnaðarhönnunar verðlaunatillögu í nýafstaðinni samkeppni. Álag á umhverfi og náttúru við Hengifoss eykst með hverju árinu. Verkefnið er mikilvægt skref í að ná sjálfbærum tökum á ferðamennsku á einum helsta ferðamannastað Austurlands. Fljótsdalshreppur - Hengifoss - göngustígar og áfangastaðir. Kr. 12.800.000,- styrkur að byggja upp og endurbæta gönguleiðina upp að Hengifossi. Verkefni sem mun bæta öryggi ferðamanna og vernda gróður sem víða er farin að láta á sjá vegna átroðnings. Flóahreppur - Urriðafoss - viðhald áningarstaðar, auknar merkingar. Kr. 1.500.000,- styrkur til að bæta við merkingar á fleiri tungumálum. Lagfæra stikur, göngustíga og bæta ofaníburði á aðkomuveg og bílaplan. Nauðsynlegt viðhald á mikilvægum ferðamannastað, öryggisþátturinn í nágrenni Þjórsár er þó mikilvægastur. Garðabær - bílastæði við upphaf gönguleiðar á Búrfell. Kr. 9.950.000,- styrkur til að gera bílastæði við upphaf gönguleiða og bæta öryggi og aðgengi m.a. að Búrfelli, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár. Mikilvægt öryggisverkefni þar sem núverandi bílastæði er á stórhættulegum stað við veginn. Grundarfjarðarbær - gerð áningarstaðar við Kirkjufellsfoss. Kr. 7.000.000,- styrkur til hönnunar bílastæðis og lagfæra núverandi göngustíga við mKirkjufellsfoss. Mikilvægt öryggis- og náttúruverndarverkefni á sjálfsprottnum ferðmannastað við mest myndaða fjall landsins. Hafnarfjarðarbær - Seltún. Kr. 8.000.000, - styrkur til vinnu við frágang á bílastæði, stígagerð, göngupalla og uppsetningu skilta. Seltún er einn mikilvægasti ferðamannastaður Reykjaness, með tilheyrandi ágangi og þörf fyrir innviði. Hverirnir eru varasamir og land erfitt til stígagerðar. Um er að ræða áframhald á fyrri uppbyggingu sem er staðnum nauðsynleg til verndar náttúru og eflingu öryggis. Hrunamannahreppur - Hrunalaug, umhverfi og aðkoma. Kr. 2.000.000,- styrkur til að endurhlaða steinveggi í efri hluta Hrunalaugar og byrja á stígagerð frá bílastæði að Hrunalaug í þeirri gönguleið sem nú þegar er fyrir hendi. Verkefni til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum. Húnaþing vestra - Kolugljúfur - bætt aðgengi og öryggi. Kr. 14.800.000,- styrkur til að bæta aðgengis- og öryggismál á viðkvæmu og hættulegu svæði umhverfis gljúfrið. Verkefnið er sérstaklega mikilvægt öryggismál á einum helsta ferðamannastað Norðvesturlands, þar sem brúnir gljúfursins eru sérstaklega varasamar. Hvalfjarðarsveit - Glymur í Botnsdal, Hvalfjarðarsveit. Kr. 5.700.000,- styrkur til að halda áfram við að bæta og viðhalda gönguleiðum upp að Glym. Gönguleiðir við Glym eru brattar, hættulegar og viðkvæmar fyrir rofi. Fjöldi ferðamanna eykst með hverju árinu því er þetta nauðsynlegt verkefni vegnanáttúruverndar og öryggis. Ísafjarðarbær - göngustígur við Buná í Tungudal. Kr. 858.000,- styrkur til að laga stíginn, stöðva gróðurskemmdir, framlengja stíginn, klippa kjarr, koma fyrir haldreipum og smíða tröppur upp að hinum sögufræga Siggakofa, kofa Sigurðar Sigurðssonar, sem fyrr á tímum var geitahirðir Ísfirðinga. Um tíu þúsund manns leggja land undir fót á þessu fallega svæði í Tungudal. Stígurinn er hinsvegar varasamur og gróður er farinn að troðast niður. Verkefnið er gott náttúruverndar- og öryggisverkefni. Ísafjarðarbær - Naustahvilft, göngustígur og upplýsingaskilti. Kr. 4.344.000,- styrkur til að skipuleggja, hanna og útbúa göngustíg upp í Naustahvilft í Skutulsfirði. Vinsæl gönguleið er upp í Naustahvilft, en þar hefur náttúra látið á sjá vegna átroðnings. Verkefnið er sérstaklega mikilvægt vegna náttúrverndar en hefur einnig gildi fyrir öryggismál ferðamanna. Norðurþing - aðgengi að Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn. Kr. 19.500.000, - styrkur til frágangs á aðkomu fyrir Heimskautsgerðið á Raufarhöfn. Gert verður bílastæði neðan við ásinn auk vegtengingar við þjóðveginn. Náttúran í umhverfi gerðisins lætur á sjá og öryggi ferðamanna er ábótavant. Verkefnið er mikilvægt fyrir innviðauppbygginu á veiku svæði á sama tíma og það eflir náttúruvernd og öryggi. Rangárþing eystra/Katla jarðvangur - breyting á gildandi deiliskipulagi á Skógum. Kr. 1.600.000,- styrkur til að breyta gildandi deiliskipulagi Skóga til endurbóta og aðkomu fyrir ferðamenn við Skógafoss. Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að færa alla umferð ökutækja út fyrir friðlýsta svæðið og einnig tjaldsvæðið. Verkefnið er mikilvægt skref í þá átt að tryggja innviðauppbyggingu við Skógafoss, einn mikilvægasta ferðamannastað Suðurlands. Rangárþing ytra - Landmannalaugar 1. áfangi. Kr. 60.000.000,- styrkur til að hefja framkvæmdir við nauðsynlegar rofvarnir, nýtt bílastæði og uppbyggingu aðstöðu við Námakvísl samkvæmt verðlaunatillögu í samkeppni. Fjöldi ferðamanna í Landmannalaugum hefur margfaldast á undanförnum árum. Vantað hefur upp á skipulag og umgjörð staðarins til að mæta þessum aukna fjölda. Nú er að ljúka kynningu deiliskipulags, sem sveitarfélag, umsjónaraðilar og rekstraraðila á svæðinu hafa sameinast um og því mikilvægt að hefja umfangsmiklar framkvæmdir sem fyrst. Mikilvægt innviðaverkefni á fjölsóttasta ferðamannastað hálendis Íslands sem í senn verður til að efla náttúruvernd og öryggi ferðamanna. Reykhólahreppur - Reykhólar - Lagning stíga, merkingar og frekari hönnun Kúalaugar. Kr. 6.700.000,- styrkur til stíga- og áningarstaðagerðar, öryggismerkinga auk lítilsháttar hönnunar neðan við þorpið á Reykhólum. Umhverfi Reykhóla er áhugavert og varasamt í senn vegna hvera og votlendis. Verkefnið er til þess fallið að efla öryggi ferðamanna, auka aðdráttarafl og vernda náttúru. Reykjanes Geopark - Brú milli heimsálfa. Kr. 3.520.000,- styrkur til að fara í skipulagsvinnu við Brú milli heimsálfa með það að markmiði að bæta aðkomu ferðamanna að svæðinu, stækka bílastæði, breikka aðkomuveg og verja svæðið fyrir vindum. Eins til að endurnýja tréverk á göngubrú vegna fúa. Brúin milli heimsálfa var skemmtileg hugmynd sem nú er orðinn vinsæll ferðamannastaður. Verkefnið er mikilvægt til að efla öryggi ferðamanna á svæðinu og skipuleggja innviði. Reykjanes Geopark – Gunnuhver - bætt aðkoma og aðgengi. Kr. 18.500.000, - styrkur til að ljúka hönnun svæðisins og hefja uppbyggingu áningastaðarins. Gunnuhver verður sífellt vinsælli og þar er land síbreytilegt, viðkvæmt og hættulegt. Verkefnið er mikilvægt fyrir náttúruvernd og öryggi ferðamanna. Reykjanesbær - Skessan í hellinum. Kr. 900.000,- styrkur til að endurnýja Skessubrúðu og nánasta umhverfi, bæði inni og úti. Lagfæra stíg umhverfis hellinn. Skessan í hellinum hefur heillað börn og fullorðna undanfarin ár og er verkefnið til þess fallið að styrkja þá innviði og auka öryggi ferðamanna. Sandgerðisbær - stígur við tjörn, seinni áfangi. Kr. 9.564.800,- styrkur til að halda áfram með verkefni sem varðar framlengingu og tengingu á stígnum bæði við Þekkingarsetrið og inn í bæinn. Verkefnið er framhald af áður styrktu verkefni sem lagði stíg milli vegar og tjarnar til að bæta aðgengi fólks að náttúru tjarnarinnar, og lýkur því. Við það hætta ferðamenn að þvælast á vegi og aðstaða verður öll öruggari til náttúruskoðunar. Seyðisfjarðarkaupstaður - áningarstaðir við Fjarðarheiðarveg. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja upp og efla áningastað við Neðri Staf. Fjöldi ferðamanna stoppar nú þegar við Neðra Staf á hættulegum stað í beygju. Mikilvægt öryggismál þar sem verkefnið mun bæta úr innviðaskorti og stuðla að verndun náttúru. Skaftárhreppur - bættir göngustígar í Fjaðrargljúfri. Kr. 10.900.000,- styrkur til að bæta aðgengi, vernda náttúru og auka öryggi með stígagerð og breytingu á skipulagi. Mjög mikilvægt verkefni með tilliti til náttúruverndar þar sem óafturkræft jarðvegsrof blasir við á þessum fjölsótta ferðmannastað, ef ekkert verður að gert. Snæfellsbær - Rauðfeldargjá - aðkoma, bílastæði og göngustígur. Kr. 31.192.000,- styrkur í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi hönnun. Bæta þarf aðkomu, gera gott bílastæði sem fellur í landið og leggja öruggan göngustíg ásamt áningarstað á leiðinni. Þá þarf að loka og græða upp villustíga og setja upp merkingar við hæfi. Verkefnið er í senn mikilvægt fyrir náttúruvernd, öryggi ferðamanna og uppbyggingu innviða. Stykkishólmsbær - Súgandisey gangstígagerð. Kr. 12.820.584,- styrkur til að ljúka gangstígagerð upp á Súgandisey. Verkefni sem bætir aðgengi og lagfærir náttúruskemmdir. Súðavíkurhreppur – Hvítanes. Kr. 13.000.000,- styrkur til jarðvinnu, fyllinga og grjótvarnar, sem þarf til að gera áningarstað; bílastæði, útsýnispall og göngustíga. Selalátrið við Hvítanes í Skötufirði er nú þegar orðið að vinsælum skoðunarstað sela, en bæta þarf öryggi ferðamanna og tryggja þarf náttúrulega sjálfbærni staðarins. Verkefnið er því mikilvægt öryggis- og náttúruverndarverkefni. Sveitarfélagið Ölfus - endurbætur á stígakerfi í Reykjadal í Ölfusi. Kr. 26.175.000,- styrkur til að bregðast við aðkallandi vandamálum í náttúruvernd og öryggismálum á mjög vinsælu ferðamannasvæði. Reykjadal heimsækja a.m.k. vel á annað hundrað þúsund ferðamenn árlega til útivistar og baða. Svæðið er víðfeðmt og viðkvæmt en jafnframt hættulegt vegna síbreytilegra hvera og aðstæðna. Verkefnið er til þess fallið að draga úr og leysa verstu vandamálin á svæðinu tengd náttúruvernd og öryggismálum. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - gestastofan Snæfellsnes. Kr. 2.840.000,- styrkur til að endurhanna gamla félagsheimilið að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi til að gera það að gestastofu fyrir Svæðisgarðinn á Snæfellsnesi. Samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi hefur verið til fyrirmyndar í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi sem og skipulag hans. Verkefnið felur í sér fyrsta skref í að opna gestastofu við fyrstu mörk svæðisgarðsins, sem er nauðsynlegur innviður og gátt fyrir slíkan garð. Vestmannaeyjabær - Eldheimar- gönguleið um nýja hraunið í Vestmannaeyjum. Kr. 7.500.000,- styrkur til að gera góða göngustíga frá miðbæ Vestmannaeyja að Eldheimum og Eldfelli. Þetta er mjög fjölfarin leið. Mikilvægur innviður á fjölförnum ferðamannastað sem verndar náttúru og eykur öryggi. Þingeyjarsveit - endurbætur á umhverfi Goðafoss. Kr. 28.800.000,- styrkur til að bæta aðgengi, auka öryggi ferðamanna og vernda umhverfið. Styrkurinn nær til umhverfisins beggja vegna fljótsins. Verkefnið tengist öryggi og uppbyggingu innviða á einum fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjasýslna, þar sem náttúruvernd og öryggismál eru sérstaklega aðkallandi Einkaaðilar Alda Jónsdóttir - Fossárvík - ferðamannastaður - verndun náttúru og aukið öryggi ferðamanna. Kr. 1.750.000,- styrkur til framkvæmda við lágmarksviðhald svæðis og afmörkun hættulegra staða. Verkefnið er mikilvægt vegna náttúruverndar og öryggismála á fjölsóttum ferðamannastað við Hringveginn. Brynjar Sigurðsson - Faxi umhverfi, aðgengi og öryggi. Kr. 2.000.000,- styrkur til að bæta göngustíga merkingar og innviði við fossinn Faxa. Mjög aðkallandi verkefni vegna náttúruverndar og öryggismála á ferðamannastað þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist hratt. Efri-Reykir ehf. - Brúarárfoss, gönguleið. Kr. 1.300.000,- styrkur til að endurbæta gönguleið frá bílastæði upp með ánni að Brúarfossi, breikka moldargötur og setja í möl eða kurl. Stika leið, setja upp skilti, drena á blautum kafla og setja upp litla göngubrú á Vallá. Brúarárfoss verður sífellt vinsælli og þekktari og skemmdir hafa orðið vegna átroðnings í nágrenni hans og á stígnum. Verkefnið tekur á þessum vandamálum náttúruverndar og öryggismála. Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri - viðhald og úrbætur á gönguleið til Brúnavíkur frá Borgarfirði eystra. Kr. 800.000,- styrkur til að lagfæra gönguleiðina þar sem hentistígar hafa myndast, koma upp göngubrú í Brúnavík og setja upp upplýsingaskilti við upphaf leiðar sem hvetur m.a. gesti til góðrar umgengni og að halda sig á merktum leiðum. Ágætt og einfalt innviðaverkefni sem lagfærir náttúruskemmdir. Fuglastígur á Norðausturlandi (FN) - fuglastígur á Norðausturlandi: Norrænt samstarf um hönnun innviða. Kr. 4.730.000,- styrkur til hanna fuglaskoðunarskýli og skjól á sex stöðum á Fuglastíg Norðausturlands. Sérstaklega vel undirbúið verkefni sem tengist náttúruvernd og öryggismálum en er einnig mikilvægt fyrir framtíðar innviðauppbygginu á svæði sem setið hefur eftir í ferðamennsku. Highland Hostel ehf – Fossahringur. Kr. 5.849.140, - styrkur til gera göngubrýr á votlendiskafla og þétta stikur á allri gönguleiðinni kennda við Fossahring í nágrenni Laugarfells (Fljótsdalshreppi). Fossahringurinn vex að vinsældum, en mýrlendi og þoka valda göngufólki helst vandræðum og viðkvæmur votlendisgróður er byrjaður að skemmast. Verkefnið er gott náttúruverndar- og öryggisverkefni. Hreðavatn ehf. - Glanni og Paradísarlaut. Kr. 3.270.000,- styrkur til úrbóta vegna gróðurskemmda á svæðinu, lokun óæskilegra stíga, endurbóta á stígum, lagfæringar á gróðurskemmdum og uppsetningu merkinga og skilta. Fossinn Glanni og næsta umhverfi við Norðurá er einstök náttúruperla en staðurinn er farin að láta á sjá, og einnig má efla öryggi þar. Verkefnið er gott náttúruverndarverkefni
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Akranes Bolungarvík Múlaþing Dalabyggð Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira