Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 11:15 Mercedes Benz GLC. Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Alls voru nýskráðir 69 Mercedes-Benz bílar í janúar og febrúar samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlutdeild hér á landi í flokki lúxusbíla. ,,Mercedes-Benz hefur verið söluhæst af lúxusbílamerkjunum hér á landi undanfarin ár og við erum ánægð með að halda toppsætinu á nýju ári. Það hefur verið að koma mikið af nýjum og flottum bílum frá Mercedes-Benz undanfarna mánuði. Mest seldu bílarnir það sem af er ári eru GLE og GLC sportjepparnir. Fjöldi AMG bíla í sölu hefur aukist talsvert sem er mjög ánægjulegt en við hjá Öskju höfum lagt áherslu á að fá meira af AMG bílum til landsins. Við ætlum að halda sérstaka AMG sýningu hér í Öskju í lok mars sem mun án efa vekja mikinn áhuga. Bílar með 4MATIC fjórhjóladrifið hafa einnig verið mjög vinsælir sem kemur ekki á óvart enda hentar það mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. 4MATIC er vinsælast í sportjeppunum en það eru sífellt fleiri sem taka það í fólksbílana líka," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. ,,Það eru spennandi bílar á leiðinni á næstu mánuðum eins og nýr GLA og E-Class All Terrain. Úrvalið heldur því áfram að aukast hjá okkur. Það er einnig að koma mikið af Plug-in Hybrid útfærslum af Mercedes-Benz bílunum. Við erum einnig með B-Class rafmagnsbílinn sem hefur vakið mikla athygli enda fyrsti hreini rafbíllinn sem við bjóðum upp á. Mercedes-Benz bílarnir eru sérlega vel útbúnir og fá alltaf mjög góða dóma fyrir útbúnað, þægindi og aksturseiginleika," segir Ásgrímur ennfremur. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Alls voru nýskráðir 69 Mercedes-Benz bílar í janúar og febrúar samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlutdeild hér á landi í flokki lúxusbíla. ,,Mercedes-Benz hefur verið söluhæst af lúxusbílamerkjunum hér á landi undanfarin ár og við erum ánægð með að halda toppsætinu á nýju ári. Það hefur verið að koma mikið af nýjum og flottum bílum frá Mercedes-Benz undanfarna mánuði. Mest seldu bílarnir það sem af er ári eru GLE og GLC sportjepparnir. Fjöldi AMG bíla í sölu hefur aukist talsvert sem er mjög ánægjulegt en við hjá Öskju höfum lagt áherslu á að fá meira af AMG bílum til landsins. Við ætlum að halda sérstaka AMG sýningu hér í Öskju í lok mars sem mun án efa vekja mikinn áhuga. Bílar með 4MATIC fjórhjóladrifið hafa einnig verið mjög vinsælir sem kemur ekki á óvart enda hentar það mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. 4MATIC er vinsælast í sportjeppunum en það eru sífellt fleiri sem taka það í fólksbílana líka," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. ,,Það eru spennandi bílar á leiðinni á næstu mánuðum eins og nýr GLA og E-Class All Terrain. Úrvalið heldur því áfram að aukast hjá okkur. Það er einnig að koma mikið af Plug-in Hybrid útfærslum af Mercedes-Benz bílunum. Við erum einnig með B-Class rafmagnsbílinn sem hefur vakið mikla athygli enda fyrsti hreini rafbíllinn sem við bjóðum upp á. Mercedes-Benz bílarnir eru sérlega vel útbúnir og fá alltaf mjög góða dóma fyrir útbúnað, þægindi og aksturseiginleika," segir Ásgrímur ennfremur.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent