Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:00 Tvær fjórtán ára systur æfa fimleika hjá Fjölni þar sem strangar búningareglur gilda - svo strangar að þær áttu ekki að fá að keppa síðustu helgina því þær áttu ekki nýjustu búningana. Móðir systranna keypti dansgalla á stúlkurnar fyrir ári síðan og þær höfðu notað gallann tvisvar þegar tilkynning barst frá fimleikadeild Fjölnis um að það ætti að kaupa nýjan galla. Gallarnir ásamt peysu yfir eru eingöngu notaðir á keppnismótum. Samkvæmt reglum fimleikasambandins þurfa allir í hverju liði að vera í eins galla. Annars fær liðið mínusstig sem getur haft mikil áhrif á árangur í keppni. Dansgallinn, eða keppnisgallinn, sem móðirin keypti fyrir ári kostaði samtals 23.600 með peysu sem á að vera í utan yfir, eða 47.200 fyrir systurnar. Nýi gallinn kostar samtals 46 þúsund með peysunni eða 92 þúsund fyrir systurnar.Um 15 þúsund krakkar stunda fimleika á Íslandi.Ekki í boði að fá lánað Þegar kom að móti núna síðustu helgi hafði móðirin samband við þjálfarann og athugaði hvort systurnar gætu ekki fengið lánaðan galla þar sem peningar fyrir fimleikafötum væru búnir þetta árið. En svör þjálfarans voru skýr og eftir fyrirmælum frá yfirstjórn félagsins: „Þær eiga að mæta eins og allar aðrar á mótið en ef þær hafa ekki galla þá fara þær ekki inn á gólfið að keppa.“ Þjálfarinn sagðist þar að auki ekki mega biðja aðra krakka eða foreldra um að fá lánaða galla. Sjá einnig: Eru fimleikar íþrótt hinna efnameiri foreldra? Málið fór því þannig að systurnar mættu á mótið en sátu á bekknum. En þegar tveir liðsfélagar gátu skyndilega ekki keppt tóku þeir ekki annað í mál en að systurnar fengju þeirra galla lánaða. Börnin leystu því málið sjálf að lokum. Systurnar drifu sig í gallana þeirra og kepptu. Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir stjórn félagsins meta það svo að það sé ósanngjarnt að sumir fái lánaða búninga þegar aðrir eru búnir að kaupa þá. Því hafi verið ákveðið að lána ekki búninga. Hann segir að skipt sé um keppnisbúninga á þriggja til fimm ára fresti og reynt að gera það með góðum fyrirvara.Jón Karl Olafsson, formaður Fjölnis.Vísir/GVARegla sem gildir yfir alla „Það er alltaf spurning um sanngirnina gagnvart þeim sem hafa keypt. Þannig að í þessu tilfelli ákveður stjórn deildarinnar að þetta sé regla sem gildi yfir alla. Það eru ekki allir í afrekshópum en þegar þú ert komin í afrekshópa og dýrari mótahald þá vill þetta verða þannig að kostnaðurinn eykst - því miður - það er bara þannig," segir Jón Karl.Finnst þér þetta ekki vera mismunun? Að börn sem eiga efnaminni foreldra eigi ekki kost á að vera í afrekshópi?„Það er náttúrulega allt önnur umræða. Við bendum fólki á að það eru aðrar leiðir. Við erum að reka þetta í tengslum við borgina og Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja mikinn pening í unglinga- og ungmennastarf en minna í afreksstarf. Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," segir Jón Karl og vísar þá til þess að fólk leiti til þjónustumiðstöðva borgarinnar til að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Tengdar fréttir Aðeins fyrir þá betur stæðu að eiga barn í fimleikum Formaður FSÍ segir engan í Fimleikasambandinu vera að maka krókinn. 1. mars 2016 11:50 Allt að 131 prósenta verðmunur á æfingagjöldum í fimleikum Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verðinu eða 131%. Dýrast er að æfa hjá Gerplu í Kópavogi eða 57.308 kr. en ódýrast hjá Fimleikafélaginu Rán á 24.840 kr. sem er 32.468 kr. verðmunur eða 131%. 30. september 2014 11:07 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Tvær fjórtán ára systur æfa fimleika hjá Fjölni þar sem strangar búningareglur gilda - svo strangar að þær áttu ekki að fá að keppa síðustu helgina því þær áttu ekki nýjustu búningana. Móðir systranna keypti dansgalla á stúlkurnar fyrir ári síðan og þær höfðu notað gallann tvisvar þegar tilkynning barst frá fimleikadeild Fjölnis um að það ætti að kaupa nýjan galla. Gallarnir ásamt peysu yfir eru eingöngu notaðir á keppnismótum. Samkvæmt reglum fimleikasambandins þurfa allir í hverju liði að vera í eins galla. Annars fær liðið mínusstig sem getur haft mikil áhrif á árangur í keppni. Dansgallinn, eða keppnisgallinn, sem móðirin keypti fyrir ári kostaði samtals 23.600 með peysu sem á að vera í utan yfir, eða 47.200 fyrir systurnar. Nýi gallinn kostar samtals 46 þúsund með peysunni eða 92 þúsund fyrir systurnar.Um 15 þúsund krakkar stunda fimleika á Íslandi.Ekki í boði að fá lánað Þegar kom að móti núna síðustu helgi hafði móðirin samband við þjálfarann og athugaði hvort systurnar gætu ekki fengið lánaðan galla þar sem peningar fyrir fimleikafötum væru búnir þetta árið. En svör þjálfarans voru skýr og eftir fyrirmælum frá yfirstjórn félagsins: „Þær eiga að mæta eins og allar aðrar á mótið en ef þær hafa ekki galla þá fara þær ekki inn á gólfið að keppa.“ Þjálfarinn sagðist þar að auki ekki mega biðja aðra krakka eða foreldra um að fá lánaða galla. Sjá einnig: Eru fimleikar íþrótt hinna efnameiri foreldra? Málið fór því þannig að systurnar mættu á mótið en sátu á bekknum. En þegar tveir liðsfélagar gátu skyndilega ekki keppt tóku þeir ekki annað í mál en að systurnar fengju þeirra galla lánaða. Börnin leystu því málið sjálf að lokum. Systurnar drifu sig í gallana þeirra og kepptu. Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir stjórn félagsins meta það svo að það sé ósanngjarnt að sumir fái lánaða búninga þegar aðrir eru búnir að kaupa þá. Því hafi verið ákveðið að lána ekki búninga. Hann segir að skipt sé um keppnisbúninga á þriggja til fimm ára fresti og reynt að gera það með góðum fyrirvara.Jón Karl Olafsson, formaður Fjölnis.Vísir/GVARegla sem gildir yfir alla „Það er alltaf spurning um sanngirnina gagnvart þeim sem hafa keypt. Þannig að í þessu tilfelli ákveður stjórn deildarinnar að þetta sé regla sem gildi yfir alla. Það eru ekki allir í afrekshópum en þegar þú ert komin í afrekshópa og dýrari mótahald þá vill þetta verða þannig að kostnaðurinn eykst - því miður - það er bara þannig," segir Jón Karl.Finnst þér þetta ekki vera mismunun? Að börn sem eiga efnaminni foreldra eigi ekki kost á að vera í afrekshópi?„Það er náttúrulega allt önnur umræða. Við bendum fólki á að það eru aðrar leiðir. Við erum að reka þetta í tengslum við borgina og Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja mikinn pening í unglinga- og ungmennastarf en minna í afreksstarf. Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," segir Jón Karl og vísar þá til þess að fólk leiti til þjónustumiðstöðva borgarinnar til að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna.
Tengdar fréttir Aðeins fyrir þá betur stæðu að eiga barn í fimleikum Formaður FSÍ segir engan í Fimleikasambandinu vera að maka krókinn. 1. mars 2016 11:50 Allt að 131 prósenta verðmunur á æfingagjöldum í fimleikum Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verðinu eða 131%. Dýrast er að æfa hjá Gerplu í Kópavogi eða 57.308 kr. en ódýrast hjá Fimleikafélaginu Rán á 24.840 kr. sem er 32.468 kr. verðmunur eða 131%. 30. september 2014 11:07 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Aðeins fyrir þá betur stæðu að eiga barn í fimleikum Formaður FSÍ segir engan í Fimleikasambandinu vera að maka krókinn. 1. mars 2016 11:50
Allt að 131 prósenta verðmunur á æfingagjöldum í fimleikum Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verðinu eða 131%. Dýrast er að æfa hjá Gerplu í Kópavogi eða 57.308 kr. en ódýrast hjá Fimleikafélaginu Rán á 24.840 kr. sem er 32.468 kr. verðmunur eða 131%. 30. september 2014 11:07