Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta vikur. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur á milli klukkan sex og sjö að morgni 14. janúar. vísir/anton brink Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira