Svindlaði Renault á mengunartölum í 25 ár? Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 10:30 Er Renault nú í djúpum skít? Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent
Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent