Svindlaði Renault á mengunartölum í 25 ár? Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 10:30 Er Renault nú í djúpum skít? Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent