Einn hönnuða lithium-ion rafhlaða þróar tímamótarafhlöðu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 10:24 John Goodenough lætur háan aldur ekki stöðva sig í frekari uppgötvunum á sviði rafhlaða. Það sannast hér enn og aftur að hár aldur kemur ekki í veg fyrir starfsgetu og hæfileika fólks en hinn 94 ára gamli John Goodenough leiðir nú hóp sérfræðinga sem þróað hafa nýjar og betri rafhlöður fyrir bíla. John Goodenough var einn þeirra er stóð að þróun lithium-ion rafhlöðunnar. Þessar nýju rafhlöður eru að stórum hluta framleiddar úr gleri, geta geymt þrisvar sinnum meiri orku og virka mun betur í kulda, eða allt að -60 gráðu kulda. Auk þess hafa þau betri endingartíma en núverandi gerð lithium-ion rafhlaða, en slíkar rafhlöður eru notaðar í nær allar gerðir rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla nútímans. Nýja rafhlaðan hitnar ekki eins mikið og lithium-ion rafhlöður og hlaða má hana mun hraðar. Ekki þarf að efast um kosti nýrrar rafhlöðu með þrefalt orkumagn er kemur að þyngd bílanna sem þau eru sett í. Helsti ókostur núverandi rafhlaða er þyngd þeirra og mikið unnið með að létta þær þrefalt. Með alla þessa kosti nýju rafhlöðunnar eru helstu ókostir rafhlaða í bílum yfirstignar, að sögn John Goodenough. Ekki er ljóst hversu langt þróun hans og vinnuhópsins er komin og hversu langt er að bíða þess að sjá þessar nýju rafhlöður í nýjum bílum. Þó mun stutt í að prófanir hefjist á bílum með þessar rafhlöður. Lengra er þó í fjöldaframleiðslu bíla með þeim. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent
Það sannast hér enn og aftur að hár aldur kemur ekki í veg fyrir starfsgetu og hæfileika fólks en hinn 94 ára gamli John Goodenough leiðir nú hóp sérfræðinga sem þróað hafa nýjar og betri rafhlöður fyrir bíla. John Goodenough var einn þeirra er stóð að þróun lithium-ion rafhlöðunnar. Þessar nýju rafhlöður eru að stórum hluta framleiddar úr gleri, geta geymt þrisvar sinnum meiri orku og virka mun betur í kulda, eða allt að -60 gráðu kulda. Auk þess hafa þau betri endingartíma en núverandi gerð lithium-ion rafhlaða, en slíkar rafhlöður eru notaðar í nær allar gerðir rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla nútímans. Nýja rafhlaðan hitnar ekki eins mikið og lithium-ion rafhlöður og hlaða má hana mun hraðar. Ekki þarf að efast um kosti nýrrar rafhlöðu með þrefalt orkumagn er kemur að þyngd bílanna sem þau eru sett í. Helsti ókostur núverandi rafhlaða er þyngd þeirra og mikið unnið með að létta þær þrefalt. Með alla þessa kosti nýju rafhlöðunnar eru helstu ókostir rafhlaða í bílum yfirstignar, að sögn John Goodenough. Ekki er ljóst hversu langt þróun hans og vinnuhópsins er komin og hversu langt er að bíða þess að sjá þessar nýju rafhlöður í nýjum bílum. Þó mun stutt í að prófanir hefjist á bílum með þessar rafhlöður. Lengra er þó í fjöldaframleiðslu bíla með þeim.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent