BMW 5 Series kynntur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 11:15 BMW 5 Series. Fimm-línan frá BMW hefur frá upphafi verið ein vinsælasta og mest selda fjölskyldu- og viðskiptalúxusbifreið veraldar, allt frá því að BMW 528 kom fyrst fram árið 1972. Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, kynnir BL sjöundu kynslóð 5 Series Sedan, sem aldrei hefur verið glæsilegri og jafn vel útbúin og nú. Bíllinn var fyrst kynntur á bílasýningum seint á síðasta ári og fóru fyrstu bílarnir á Evrópumarkað núna í febrúar. Undanfarna mánuði hafa þó bílablaðamenn um allan heim haft bíla til reynslu og er óhætt að segja að ánægja þeirra hafi aldrei verið meiri en nú eins og umsagnir þeirra í fjölmiðlum bera vott um. Hvort sem litið er til blaða, tímarita eða myndbanda á vefnum virðast blaðamenn sammála um að hinn nýi BMW 5 Series skjóti keppnautum sínum ref fyrir rass í samkeppni um hylli aðdáenda og kaupenda lúxusbíla. Þannig sagði t.d. Auto Motor und Sport eftir úttekt blaðamanna sinna á bílnum og skoðanakönnun meðal lesenda blaðsins að „svona liti sigurvegari út“. Blaðið kaus hann þann besta í sínum flokki í lok síðasta árs. Alls býður BL upp átta mismunandi útgáfur af BMW 5 Series eins og sjá má í verðlista á vefnum. Á kynningunni við Sævarhöfða á morgun verður sérvalin útgáfa af 520d Sedan tilbúin til reynsluaksturs fyrir áhugasama gesti, en bílinn setti BMW í Þýskalandi saman og sendi til landsins. Reynsluakstursbíllinn er búinn öllu því besta sem BMW býður upp á í þessum flokki. Í sýningarsalnum verður svo fjórhjóladrifna útgáfan 530d Xdrive til sýnis þar sem gestir geta mátað sig við farþegarýmið og ráðfært sig við söluráðgjafa. Bíllinn í salnum er með átta gíra Steptronic sjálfskiptingu við þriggja lítra 265 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins um 5 lítrum að meðaltali á hverja 100 ekna km. Í þeirri útfærslu kostar hann 9.690 þúsundir króna hjá BL. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Fimm-línan frá BMW hefur frá upphafi verið ein vinsælasta og mest selda fjölskyldu- og viðskiptalúxusbifreið veraldar, allt frá því að BMW 528 kom fyrst fram árið 1972. Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, kynnir BL sjöundu kynslóð 5 Series Sedan, sem aldrei hefur verið glæsilegri og jafn vel útbúin og nú. Bíllinn var fyrst kynntur á bílasýningum seint á síðasta ári og fóru fyrstu bílarnir á Evrópumarkað núna í febrúar. Undanfarna mánuði hafa þó bílablaðamenn um allan heim haft bíla til reynslu og er óhætt að segja að ánægja þeirra hafi aldrei verið meiri en nú eins og umsagnir þeirra í fjölmiðlum bera vott um. Hvort sem litið er til blaða, tímarita eða myndbanda á vefnum virðast blaðamenn sammála um að hinn nýi BMW 5 Series skjóti keppnautum sínum ref fyrir rass í samkeppni um hylli aðdáenda og kaupenda lúxusbíla. Þannig sagði t.d. Auto Motor und Sport eftir úttekt blaðamanna sinna á bílnum og skoðanakönnun meðal lesenda blaðsins að „svona liti sigurvegari út“. Blaðið kaus hann þann besta í sínum flokki í lok síðasta árs. Alls býður BL upp átta mismunandi útgáfur af BMW 5 Series eins og sjá má í verðlista á vefnum. Á kynningunni við Sævarhöfða á morgun verður sérvalin útgáfa af 520d Sedan tilbúin til reynsluaksturs fyrir áhugasama gesti, en bílinn setti BMW í Þýskalandi saman og sendi til landsins. Reynsluakstursbíllinn er búinn öllu því besta sem BMW býður upp á í þessum flokki. Í sýningarsalnum verður svo fjórhjóladrifna útgáfan 530d Xdrive til sýnis þar sem gestir geta mátað sig við farþegarýmið og ráðfært sig við söluráðgjafa. Bíllinn í salnum er með átta gíra Steptronic sjálfskiptingu við þriggja lítra 265 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins um 5 lítrum að meðaltali á hverja 100 ekna km. Í þeirri útfærslu kostar hann 9.690 þúsundir króna hjá BL.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent