Undrabörn og ofurmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Undrabörn hafa alltaf sóst eftir að tefla í Reykjavík – hér situr að tafli Wei Yi, skákmaður sem spáð er miklum frama. vísir/valli GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira