Mætti með bjór í stúkuna og setti út á holdafar liðsmanns Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 15:48 Keflavík lagði Val á heimavelli í gær.Myndin er úr eldri leik. vísir/myndasafn Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017 Dominos-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira