Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 22:40 Vladimir Putin og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/EPA Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila