Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira