Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:56 Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira