Með átta starfsmenn í fullri vinnu: "Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2017 10:30 Egill Ploder fer á kostum í myndbandinu við lagið sem nýtur gríðarlegra vinsælda. „Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag. Áttan Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag.
Áttan Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira