Með átta starfsmenn í fullri vinnu: "Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2017 10:30 Egill Ploder fer á kostum í myndbandinu við lagið sem nýtur gríðarlegra vinsælda. „Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag. Áttan Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
„Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag.
Áttan Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira