Kosningastjóri Fillon segir af sér Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 23:30 Francois Fillon Vísir/EPA Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37
Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00
Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila