Innlent

Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted.
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot
Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. RÚV greinir frá.

Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi.

Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Stranger héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókar, Handan fyrirgefningar, sem þau skrifuðu saman og fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu.

Fyrirhugað er að Þórdís Elva og Stranger verði með fyrirlestur á ráðstefunni. Það hefur þó vakið upp sterk viðbrögð og eins of fyrr segir hafa um tvö þúsund manns krafist þess að Stranger fái ekki að halda erindi.

Þau sem standa að undirskriftasöfnunni harma það að karlmanni sem framið hafi naugðun fái þar vettvang til þess að tjá sínar skoðanir. Segja þau að það sé andstætt gildum hátíðarinnar. Í yfirlýsingu frá aðstandendum ráðstefnunnar segir að tekið verðið til athugunar hvort að Stranger fái að halda erindi.


Tengdar fréttir

Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×