Kynferðisafbrotafaraldur skekur breska háskóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 20:30 Fjöldi nemenda sem tilkynnt hafa um kynferðislega áreitni starfsfólks í breskum háskólum hleypur á hundruðum. Vísir/Getty Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila