…og hún vill leggja Ríkisútvarpið niður Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun