Fjögurra hurða sportbíll Benz í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 11:08 Mercedes Benz GT4 Concept verður á pöllunum í Genf í vikunni. Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent
Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent