Styttist í að veiðin hefjist á ný Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2017 10:18 Uppselt er í vorveiðina í Laxá í Kjós Mynd : Hreggnasi FB Veiðimenn hafa talið niður dagana í að nýtt veiðisumar hefjist og þó svo að það sé fátt sem minnir á sumar þessa dagana er engan bilbug að finna á þeim sem ætla út 1. apríl sama hvað tautar og raular. Veiðin hefst með opnun sjóbirtingsánna en eins eru nokkur vötn sem opn 1. apríl en það þarf að hlána og hlýna hressilega til að þð verði möguleiki á að kasta flugu í þau vötn enda flest að mestu leiti ísilögð. Það getur þó margt gerst á þessum þremur vikum fram að opnun svo ekki er öll von úti enn. Árnar aftur á móti eru yfirleitt vel veiðanlegar þrátt fyrir að mikill snjór eða ís sé á ánni enda alltaf einn og einn hylur sem leggst aldrei alveg undir ís. Vorveiðin í sjóbirtingnum er alltaf mikið stunduð og dæmi um að menn haldi sömu hollunum í áratugi í vinsælli ánum. Eftir að sleppiskyldan jókst hefur veiðin að sama skapi tekið smá ris upp á við enda eru hrygningarstofnarnir að styrkjast en slíkt ferli getur getið ár eða áratugi svo árnar sem voru orðnar mikið veiddar eiga líklega ennþá mikið inni. Sum svæðin eru þegar uppseld og þar má t.d. nefna vorveiðina í Laxá í Kjós en eins og unnendur Laxár þekkja hefur hún að geyma geysilega öflugan stofn sjóbirtings og hefur aðsókn í hana verið mikil frá fyrsta degi. Laus leyfi á önnur skemmtileg svæði má þó finna víða hjá veiðileyfasölum og erfitt að gera upp á milli þeirra. Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði
Veiðimenn hafa talið niður dagana í að nýtt veiðisumar hefjist og þó svo að það sé fátt sem minnir á sumar þessa dagana er engan bilbug að finna á þeim sem ætla út 1. apríl sama hvað tautar og raular. Veiðin hefst með opnun sjóbirtingsánna en eins eru nokkur vötn sem opn 1. apríl en það þarf að hlána og hlýna hressilega til að þð verði möguleiki á að kasta flugu í þau vötn enda flest að mestu leiti ísilögð. Það getur þó margt gerst á þessum þremur vikum fram að opnun svo ekki er öll von úti enn. Árnar aftur á móti eru yfirleitt vel veiðanlegar þrátt fyrir að mikill snjór eða ís sé á ánni enda alltaf einn og einn hylur sem leggst aldrei alveg undir ís. Vorveiðin í sjóbirtingnum er alltaf mikið stunduð og dæmi um að menn haldi sömu hollunum í áratugi í vinsælli ánum. Eftir að sleppiskyldan jókst hefur veiðin að sama skapi tekið smá ris upp á við enda eru hrygningarstofnarnir að styrkjast en slíkt ferli getur getið ár eða áratugi svo árnar sem voru orðnar mikið veiddar eiga líklega ennþá mikið inni. Sum svæðin eru þegar uppseld og þar má t.d. nefna vorveiðina í Laxá í Kjós en eins og unnendur Laxár þekkja hefur hún að geyma geysilega öflugan stofn sjóbirtings og hefur aðsókn í hana verið mikil frá fyrsta degi. Laus leyfi á önnur skemmtileg svæði má þó finna víða hjá veiðileyfasölum og erfitt að gera upp á milli þeirra.
Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði