Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 11:02 Thomas Lundin vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí. Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16
Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00