Citroën með jeppling byggðan á C3 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 10:16 Citroën C-Aircross. Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent
Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent