Lífið

Ótrúlegar ábreiður Daða Freys í gegnum árin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn.
Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn.
Daði Freyr kom sá og sigraði í söngkeppninni í Háskólabíói og komst áfram með sveit sinni Daði og Gagnamagnið.

Fáir höfðu talað um Daða og hans hóp fyrir keppnina á laugardaginn en lag hans Hvað með það? fékk frábærar viðtökur í Háskólabíói á laugardagskvöldið.

Undanfarnar vikur hefur Daði verið að taka Eurovision-ábreiður af ódauðlegum íslenskum lögum á borð við Gleðibankann, Is it True og All out of Luck.

Sjá einnig: Daði Freyr dælir út ábreiðum af stærstu íslensku Eurovision-lögunum

Daði hættir ekki að koma á óvart og hefur hann verið að taka ábreiður af mörgum heimsþekktum lögum í gegnum árin. Lög á borð við Enjoy The Silence með Depeche Mode, Belive með Cher, Last Christmas og Ain´t Got Nobody með Sísý Ey.



Fyrir tíu árum gaf Daði Freyr síðan út frumsamið meistaraverk sem hann kallar einfaldlega Daði heiti ég.

Hlusta má á öll þessi lög hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×