Jaguar nánast tilbúið með rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 09:34 Jaguar I-Pace á bílasýningunni í Genf. Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent
Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent