Atlantsolía lækkar um 2 krónur Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 10:30 Ein bensínstöðva Atlantsolíu. Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent