Mikil fjölgun dauðaslysa á bandarískum vegum Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2017 11:24 Þétt bílaumferð í Bandaríkjunum. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 14% á aðeins tveimur árum og er það mesta tveggja ára fjölgun frá árinu 1964. Ekki hafa orðið eins mörg dauðsföll í umferðinni í fyrra síðan árið 2007. Fjölgunin milli 2016 og 2015 nam 6%, en milli 2016 og 2014 nemur hún 14%. Dauðsföll í umferðinni í fyrra voru rétt um 40.000. Árið 2014 voru dauðaslysin um 35.000 og því er fjölgunin til ársins í fyrra um 5.000 manns. Fyrir utan dauðsföllin í fyrra slösuðust 4,6 milljón manns í bandarísku umferðinni í fyrra og heildarkostnaður samfélagsins vegna þessara slysa er metinn á 432 milljarða bandaríkjadala, eða hátt í 50.000 milljarða króna. Ein af meginástæðunum fyrir auknum dauðsföllum í umferðinni í Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum er talin vera aukin símnotkun ökumanna í akstri. Aukin umferð vegna lágs olíuverðs telur einnig mikið hvað þessa fjölgun varðar. Athyglivert er að bara saman fjölda banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum og hérlendis. Bandaríkjamenn eru rétt um þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Því mætti áætla að banaslys hérlendis væru 40 á ári ef sama hlutfall íbúa létust hér og vestra. Banaslysin hérlendis í fyrra voru 18 talsins og 16 árið 2015. Því eru banaslys í umferðinni hérlendis minna en helmingi fátíðari en í Bandaríkjunum, ef þessi reikniaðferð er notuð. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent
Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 14% á aðeins tveimur árum og er það mesta tveggja ára fjölgun frá árinu 1964. Ekki hafa orðið eins mörg dauðsföll í umferðinni í fyrra síðan árið 2007. Fjölgunin milli 2016 og 2015 nam 6%, en milli 2016 og 2014 nemur hún 14%. Dauðsföll í umferðinni í fyrra voru rétt um 40.000. Árið 2014 voru dauðaslysin um 35.000 og því er fjölgunin til ársins í fyrra um 5.000 manns. Fyrir utan dauðsföllin í fyrra slösuðust 4,6 milljón manns í bandarísku umferðinni í fyrra og heildarkostnaður samfélagsins vegna þessara slysa er metinn á 432 milljarða bandaríkjadala, eða hátt í 50.000 milljarða króna. Ein af meginástæðunum fyrir auknum dauðsföllum í umferðinni í Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum er talin vera aukin símnotkun ökumanna í akstri. Aukin umferð vegna lágs olíuverðs telur einnig mikið hvað þessa fjölgun varðar. Athyglivert er að bara saman fjölda banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum og hérlendis. Bandaríkjamenn eru rétt um þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Því mætti áætla að banaslys hérlendis væru 40 á ári ef sama hlutfall íbúa létust hér og vestra. Banaslysin hérlendis í fyrra voru 18 talsins og 16 árið 2015. Því eru banaslys í umferðinni hérlendis minna en helmingi fátíðari en í Bandaríkjunum, ef þessi reikniaðferð er notuð.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent